Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. september 2019 18:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
„Van Dijk er ekki bestur í heimi"
Virgil van Dijk og Joe Gomez.
Virgil van Dijk og Joe Gomez.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool er einn af þeim sem kemur til greina til að vinna Gullknöttinn, Ballon d'Or.

Landi hans Rafael van der Vaart er ekki viss um að Van Dijk hafi gert nóg til að hafa betur í baráttunni við Lionel Messi og Cristano Ronaldo.

„Virgil van Dijk er ekki besti leikmaður í heimi," sagði Van Der Vaart.

„Messi og Ronaldo eru þeir bestu en það er auðvitað ekki hægt að bera saman varnarmenn og sóknarmenn," sagði þessi 36 ára gamli Hollendingur sem lék meðal annars með Real Madrid og Tottenham.

Þrátt fyrir að Van der Vaart telji Vigil van Dijk ekki líklegan til að vinna Gullknöttinn þá trúa því margir að þessi 28 ára gamli varnarmaður hafi gert nóg til að verðskulda verðlaunin.
Athugasemdir
banner
banner