Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 12. október 2014 16:08
Alexander Freyr Tamimi
Theodór Elmar: Þurfti að labba á mér í flugvélinni
Alexander Freyr Einarsson skrifar frá Hilton Nordica
Icelandair
Theodór Elmar Bjarnason.
Theodór Elmar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Elmar Bjarnason býst við því að vera klár í slaginn fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 annað kvöld.

Hann þurfti að fara af velli undir lok leiksins gegn Lettlandi á föstudaginn vegna bakmeiðsla, en hann segir góða aðhlynningu vera að skila sínu.

,,Skrokkurinn er allur að koma til, ég fór dálítið illa í bakinu í lok leiksins en Stefán (nuddari) er búinn að vinna með mig í fjóra til fimm tíma. Klukkutíma í gær og eitthvað í dag," sagði Theodór Elmar við Fótbolta.net í dag.

,,Hann þurfti eitthvað að vera að labba á mér í flugvélinni, það bjargaði þessu alveg að vera í leiguflugi, annars hefði ég náttúrulega ekki getað fengið þetta "treatment" í fluginu. Þá held ég að ég hefði bara verið 100% "out" í leiknum á morgun en það lítur út fyrir að ég verði klár."

Theodór Elmar veit að leikurinn gegn Hollandi verður erfiður en hefur trú á því að Ísland geti fengið eitthvað úr þessari viðureign.

,,Við erum náttúrulega að spila á móti einu sterkasta liði heims og við vitum að við þurfum allir að eiga topplið til að eiga séns. En við erum vel stemmdir með gott sjálfstraust og höfum trú á okkur, þannig að við erum vissir um að við getum náð í einhver úrslit," sagði Theodór Elmar.


Athugasemdir
banner