Alexander Freyr Einarsson skrifar frá Hilton Nordica
Theodór Elmar Bjarnason býst við því að vera klár í slaginn fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 annað kvöld.
Hann þurfti að fara af velli undir lok leiksins gegn Lettlandi á föstudaginn vegna bakmeiðsla, en hann segir góða aðhlynningu vera að skila sínu.
Hann þurfti að fara af velli undir lok leiksins gegn Lettlandi á föstudaginn vegna bakmeiðsla, en hann segir góða aðhlynningu vera að skila sínu.
,,Skrokkurinn er allur að koma til, ég fór dálítið illa í bakinu í lok leiksins en Stefán (nuddari) er búinn að vinna með mig í fjóra til fimm tíma. Klukkutíma í gær og eitthvað í dag," sagði Theodór Elmar við Fótbolta.net í dag.
,,Hann þurfti eitthvað að vera að labba á mér í flugvélinni, það bjargaði þessu alveg að vera í leiguflugi, annars hefði ég náttúrulega ekki getað fengið þetta "treatment" í fluginu. Þá held ég að ég hefði bara verið 100% "out" í leiknum á morgun en það lítur út fyrir að ég verði klár."
Theodór Elmar veit að leikurinn gegn Hollandi verður erfiður en hefur trú á því að Ísland geti fengið eitthvað úr þessari viðureign.
,,Við erum náttúrulega að spila á móti einu sterkasta liði heims og við vitum að við þurfum allir að eiga topplið til að eiga séns. En við erum vel stemmdir með gott sjálfstraust og höfum trú á okkur, þannig að við erum vissir um að við getum náð í einhver úrslit," sagði Theodór Elmar.
Athugasemdir























