Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 12. nóvember 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Óli Péturs hættur í þjálfarateymi meistaraflokks Blika
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ólafur Pétursson hefur ákveðið að minnka við sig starfshlutfallið hjá Breiðabliki þar sem hann hefur starfað í um það bil tvo áratugi.

Hann hefur starfað sem markmannsþjálfari bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna auk þess að hafa verið aðstoðarþjálfari um tíma hjá meistaraflokki kvenna.

Á þessum árum vann Breiðablik ógrynni titla, þá sérstaklega í kvennaflokki, en núna ætlar Ólafur að einbeita sér að yngriflokka starfinu.

Hann mun halda áfram sem yfirþjálfari markmannsþjálfunar yngri flokka hjá félaginu, sem er hans upprunalega starfslýsing hjá Breiðabliki. Hann er í dag einnig markmannsþjálfari kvennalandsliðsins.

„Það fer gríðarmikill tími í að vera þjálfari, ég hefði aldrei getað þetta án stuðnings fjölskyldunnar. Ég segi bara takk mín kæra eiginkona Lára Sif og Jón Smári, Ólöf Rut og Viktoría Fjóla. Stuðningur ykkar hefur verið ómetanlegur. Ég hlakka til að fá meiri tíma með fjölskyldunni og frítíma," skrifar Ólafur meðal annars í færslu á Facebook sem má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner