Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 10:05
Elvar Geir Magnússon
Håland sagður í viðræðum við Dortmund
Erling Braut Håland.
Erling Braut Håland.
Mynd: Getty Images
Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Håland er sagður vera í viðræðum við þýska félagið Borussia Dortmund.

Þýska blaðið Ruhr Nachrichten heldur því fram að Håland sé mættur til Þýskalands ásamt umboðsmanninum Mino Raiola til að funda með forráðamönnum Dortmund.

Alf-Inge Håland, faðir leikmannsins, sagði við norska fjölmiðla í vikunni að þeir feðgar væru frekar rólegir yfir framtíð leikmannsins. Það þyrfti að finna félag sem henti stráknum vel og þar sem hann fær mikinn spiltíma.

Håland er 19 ára og hefur mikið verið í umræðunni eftir að hafa skorað átta mörk í sex úrvalsdeildarleikjum á þessu tímabili. Þá hefur hann skorað 16 mörk í 14 leikjum í Bundesligunni.

Manchester United, Napoli og Juventus hafa verið orðuð við Håland en Bild heldur því fram að hann sé með riftunarákvæði upp á 20 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner