Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. janúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona íhugar að fá Martinez eða Vela í janúar
Lautaro Martinez í leik gegn Barcelona í Meistaradeildinni
Lautaro Martinez í leik gegn Barcelona í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona skoðar það að fá argentínska framherjann Lautaro Martinez frá ítalska félaginu Inter í janúar. Það er greint frá þessu á Goal.com.

Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez verður frá næstu fjóra mánuði eftir að hafa meiðst gegn Atlético Madrid í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins.

Suarez fór undir hnífinn og missir líklega af restinni af tímabilinu en Barcelona er þegar farið að skoða í kringum sig.

Samkvæmt Goal.com er félagið að skoða Martinez hjá Inter og Carlos Vela, leikmann Los Angeles FC í MLS-deildinni. Martinez er 22 ára gamall en hann hefur skorað 15 mörk í 24 leikjum með Inter á þessari leiktíð.

Vela varð bandarískur deildarmeistari með Los Angeles FC og besti maður deildarinnar en mexíkóski sóknarmaðurinn gerði 38 mörk í 36 leikjum á síðasta tímabili.

Hann þekkir vel til á Spáni enda lék hann með Real Sociedad áður en hann fór til Bandaríkjanna.

Vela þykir líklegri og ódýrari kostur en Martinez er með 111 milljón evra klásúlu í samning sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner