Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 13. janúar 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Luka Jovic að snúa aftur til Frankfurt
Jovic er á leið aftur til Frankfurt.
Jovic er á leið aftur til Frankfurt.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Luka Jovic er á leið aftur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Eintracht Frankfurt á láni frá Real Madrid.

Hann hefur verið orðaður við AC Milan og Wolves, en hann er að snúa aftur til Frankfurt þar sem hann spilaði áður en hann fór til Real Madrid árið 2019.

Hinn 23 gamli Jovic gekk í raðir Real Madrid sumarið 2019 frá Eintracht Frankfurt fyrir 55 milljónir punda. Honum hefur aðeins tekist að skora tvö mörk í 32 leikjum fyrir spænska stórveldið. Hann er ekki búinn að vera mikið inn í myndinni á þessu tímabili og hafa meiðsli spilað inn í.

Samkvæmt Goal þá vill Real Madrid ekki selja Jovic, bara lána hann.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano segir að Real Madrid hafi boðið Manchester United að fá hann fyrir nokkrum mánuðum en United neitaði því boði.


Athugasemdir
banner
banner
banner