Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 13. maí 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Wan-Bissaka skilar alltaf átta af tíu frammistöðu"
Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, hefur mikla mætur á Aaron Wan-Bissaka.

Hægri bakvörðurinn Wan-Bissaka kom til United frá Crystal Palace fyrir yfirstandandi tímabil og hefur hann verið mjög öflugur, þá sérstaklega varnarlega. Shaw telur að Wan-Bissaka eigi að vinna verðlaunin fyrir leikmann ársins hjá Manchester United.

Shaw var valinn leikmaður ársins hjá United á síðasta tímabili og finnst honum að hinn 22 ára gamli Wan-Bissaka eigi þau nú skilið. „Ég get ekki litið fram hjá honum. Hann er sá leikmaður sem hefur sýnt hvað mestan stöðugleika," sagði Shaw við heimasíðu United.

„Ég man eftir einum mistökum, gegn Watford, ekki meira en það. Hann skilar alltaf átta af tíu frammistöðu. Hann er að mínu mati besti einn á einn varnarmaður í heimi, það kemst aldrei neinn fram hjá honum."

Shaw hrósaði líka Marcus Rashford, Fred og Harry Maguire í viðtalinu sem má lesa hérna.
Athugasemdir
banner