Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 13. júlí 2016 15:10
Magnús Már Einarsson
Varaforseti Barcelona: Íslensk stúlka gæti spilað með okkur
Kvenaboltinn
Eiður Smári Guðjohnsen og Carles Vilarrubí i Carrió.
Eiður Smári Guðjohnsen og Carles Vilarrubí i Carrió.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Úr skólanum í dag.
Úr skólanum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Carles Vilarrubí i Carrió, varaforseti Barcelona, var staddur á Valsvelli í dag þar sem knattspyrnuskóla Barcelona og Knattspyrnuakademíu Íslands lauk. 300 stúlkur hafa tekið þátt í skólanum undanfarna daga.

„Við getum ekki ímyndað okkur betri stað á heiminum en Ísland til að búa til með sérstakan fótboltaskóla fyrir stúlkur," sagði Carles við Fótbolta.net í dag.

„Við ákváðum að prófa að koma til Íslands og það gekk vel. Við vorum að hugsa um 150 þáttakendur en við enduðum með 290 og með 100 stúlkur á biðlista."

„Við erum að setja upp samband við Ísland. Við erum að kenna stelpunum okkar kerfi, það sama og í La Masia. Allir hér eru stuðningsmenn Barcelona. Nýr forseti Íslands (Guðni Th. Jóhannesson) er stuðningsmaður Barca og okkur líður eins og heima."

Ekki einstök úrslit hjá landsliðinu
Carles hreifst eins og margir af íslenska landsliðinu á EM og hann segir að landsliðið geti gert áfram gott mót í framtíðinni.

„Hæfileikarnir eru til staðar hér. Þetta snýst um tækifæri og byrja að búa til leikmenn frá unga aldri. Úrslit landsliðsins að undanförnu eru ekki einstök."

Ísland endaði fyrir ofan Spán á EM en Spánverjar duttu út í 16-liða úrslitum. „Spánn er að ljúka ákveðnu tímabili. Það þarf að búa til nýtt lið. Við erum að loka einni bók og reynum að opna aðra," sagði Carles.

Eiður Smári mikils metinn í Barcelona
Eiður Smári Guðjohnsen kíkti í Barcelona skólann í dag og í gær en Carles metur hann mikils eftir tíma hans hjá Barcelona. „Eiður var mjög náinn samfélaginu og menningunni og Barcelona. Hann var mjög fagmannlegur og stóð sig vel fyrir félagið. Hann er mikils metinn."

Carles gæti séð annan Íslending spila með Barcelona í framtíðinni. „Af hverju ekki? Í dag erum við bara að setja fyrstu hlutina fram. Íslensk stúlka gæti spilað með atvinnumannaliði okkar á næstu árum, af hverju ekki?"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner