Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mið 13. júlí 2016 15:10
Magnús Már Einarsson
Varaforseti Barcelona: Íslensk stúlka gæti spilað með okkur
Kvenaboltinn
Eiður Smári Guðjohnsen og Carles Vilarrubí i Carrió.
Eiður Smári Guðjohnsen og Carles Vilarrubí i Carrió.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Úr skólanum í dag.
Úr skólanum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Carles Vilarrubí i Carrió, varaforseti Barcelona, var staddur á Valsvelli í dag þar sem knattspyrnuskóla Barcelona og Knattspyrnuakademíu Íslands lauk. 300 stúlkur hafa tekið þátt í skólanum undanfarna daga.

„Við getum ekki ímyndað okkur betri stað á heiminum en Ísland til að búa til með sérstakan fótboltaskóla fyrir stúlkur," sagði Carles við Fótbolta.net í dag.

„Við ákváðum að prófa að koma til Íslands og það gekk vel. Við vorum að hugsa um 150 þáttakendur en við enduðum með 290 og með 100 stúlkur á biðlista."

„Við erum að setja upp samband við Ísland. Við erum að kenna stelpunum okkar kerfi, það sama og í La Masia. Allir hér eru stuðningsmenn Barcelona. Nýr forseti Íslands (Guðni Th. Jóhannesson) er stuðningsmaður Barca og okkur líður eins og heima."

Ekki einstök úrslit hjá landsliðinu
Carles hreifst eins og margir af íslenska landsliðinu á EM og hann segir að landsliðið geti gert áfram gott mót í framtíðinni.

„Hæfileikarnir eru til staðar hér. Þetta snýst um tækifæri og byrja að búa til leikmenn frá unga aldri. Úrslit landsliðsins að undanförnu eru ekki einstök."

Ísland endaði fyrir ofan Spán á EM en Spánverjar duttu út í 16-liða úrslitum. „Spánn er að ljúka ákveðnu tímabili. Það þarf að búa til nýtt lið. Við erum að loka einni bók og reynum að opna aðra," sagði Carles.

Eiður Smári mikils metinn í Barcelona
Eiður Smári Guðjohnsen kíkti í Barcelona skólann í dag og í gær en Carles metur hann mikils eftir tíma hans hjá Barcelona. „Eiður var mjög náinn samfélaginu og menningunni og Barcelona. Hann var mjög fagmannlegur og stóð sig vel fyrir félagið. Hann er mikils metinn."

Carles gæti séð annan Íslending spila með Barcelona í framtíðinni. „Af hverju ekki? Í dag erum við bara að setja fyrstu hlutina fram. Íslensk stúlka gæti spilað með atvinnumannaliði okkar á næstu árum, af hverju ekki?"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner