Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   mið 13. júlí 2016 15:10
Magnús Már Einarsson
Varaforseti Barcelona: Íslensk stúlka gæti spilað með okkur
Kvenaboltinn
Eiður Smári Guðjohnsen og Carles Vilarrubí i Carrió.
Eiður Smári Guðjohnsen og Carles Vilarrubí i Carrió.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Úr skólanum í dag.
Úr skólanum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Carles Vilarrubí i Carrió, varaforseti Barcelona, var staddur á Valsvelli í dag þar sem knattspyrnuskóla Barcelona og Knattspyrnuakademíu Íslands lauk. 300 stúlkur hafa tekið þátt í skólanum undanfarna daga.

„Við getum ekki ímyndað okkur betri stað á heiminum en Ísland til að búa til með sérstakan fótboltaskóla fyrir stúlkur," sagði Carles við Fótbolta.net í dag.

„Við ákváðum að prófa að koma til Íslands og það gekk vel. Við vorum að hugsa um 150 þáttakendur en við enduðum með 290 og með 100 stúlkur á biðlista."

„Við erum að setja upp samband við Ísland. Við erum að kenna stelpunum okkar kerfi, það sama og í La Masia. Allir hér eru stuðningsmenn Barcelona. Nýr forseti Íslands (Guðni Th. Jóhannesson) er stuðningsmaður Barca og okkur líður eins og heima."

Ekki einstök úrslit hjá landsliðinu
Carles hreifst eins og margir af íslenska landsliðinu á EM og hann segir að landsliðið geti gert áfram gott mót í framtíðinni.

„Hæfileikarnir eru til staðar hér. Þetta snýst um tækifæri og byrja að búa til leikmenn frá unga aldri. Úrslit landsliðsins að undanförnu eru ekki einstök."

Ísland endaði fyrir ofan Spán á EM en Spánverjar duttu út í 16-liða úrslitum. „Spánn er að ljúka ákveðnu tímabili. Það þarf að búa til nýtt lið. Við erum að loka einni bók og reynum að opna aðra," sagði Carles.

Eiður Smári mikils metinn í Barcelona
Eiður Smári Guðjohnsen kíkti í Barcelona skólann í dag og í gær en Carles metur hann mikils eftir tíma hans hjá Barcelona. „Eiður var mjög náinn samfélaginu og menningunni og Barcelona. Hann var mjög fagmannlegur og stóð sig vel fyrir félagið. Hann er mikils metinn."

Carles gæti séð annan Íslending spila með Barcelona í framtíðinni. „Af hverju ekki? Í dag erum við bara að setja fyrstu hlutina fram. Íslensk stúlka gæti spilað með atvinnumannaliði okkar á næstu árum, af hverju ekki?"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner