Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. ágúst 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðni um Telmu: Svo gaman að taka þátt í þessu með henni
Telma var valin í landsliðið á sínum tíma
Telma var valin í landsliðið á sínum tíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH vann 1-0 sigur á Augnablik í Lengjudeild kvenna í gær en Telma Hjaltalín Þrastardóttir kom inná sem varamaður og skoraði markið. Þetta var sjöunda mark hennar í deildinni í sumar.


Telma hefur verið að berjast mikið við meiðsli en hún skrifaði undir samning við FH í vetur um að spila með liðinu í sumar. Hún hafði ekki spilað fótbolta frá árinu 2018.

Hún hefur m.a. þrisvar slitið krossband á sama hné.

„Það er svo gaman að fá að taka þátt í þessu með henni, þetta er búið að vera mikil þrautaganga fyrir hana. Það að hún geti reimt á sig takkaskóna og farið út á völl og skipt þetta miklu máli fyrir FH er frábært fyrir okkur og hana," sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gærkvöldi.

Sjá einnig:
Telma mætt aftur: Á stað sem ég bjóst ekki við að komast á


Guðni vitnaði í Little Britain: 'Computer says no'
Telma mætt aftur: Á stað sem ég bjóst ekki við að komast á
Athugasemdir
banner
banner
banner