Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mán 13. september 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Fofana dreymir um að spila fyrir Real Madrid
Wesley Fofana, varnarmaður Leicester City á Englandi, segir að draumurinn sé að spila fyrir spænska félagið Real Madrid.

Fofana er 20 ára gamall miðvörður en hann kom til Leicester frá St. Etienne á síðasta ári og var frábær í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Hann meiddist illa á undirbúningstímabilinu og verður ekki með fyrr en á næsta ári en mörg stærstu félög heims fylgjast með honum.

Fofana sagði í viðtali á Youtube að draumur hans væri að spila með Real Madrid.

„Orðrómurinn um Real Madrid? Það er heiður að vera orðaður við félagið því Real Madrid er mitt draumalið."

„Þetta er stærsta félag heims og það er draumur minn að spila fyrir Real Madrid,"
sagði hann um spænska klúbbinn.
Athugasemdir
banner
banner