Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 22:39
Brynjar Ingi Erluson
Maguire: Ég vil spila
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, segist ánægður hjá félaginu og vill fá að spila.

Maguire hefur ekki byrjað í fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins en hann fékk möguleikann að yfirgefa félagið í sumar.

West Ham lagði fram 30 milljóna punda tilboð sem United samþykkti en Maguire hafði ekki áhuga á að fara til Lundúnarfélagsins.

Hann ákvað að vera áfram og berjast fyrir sæti sínu en hann er þó enn hluti af enska landsliðinu og kom við sögu í verkefninu í september.

„Ég skoðaði alla möguleika og ég veit að í augnablikinu, þegar ég hef ekki byrjað í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins, að sagan snýr að mér.“

„Ég vil spila fótbolta með mínu félagasliði. Ég vil spila leiki.“

„Fyrstu fjórar vikurnar voru erfiðar því það var einn leikur í viku og stjórinn valdi mig ekki en það eru margir leikir framundan og ég er viss um að ég fái að spila nóg af leikjum,“
sagði Maguire.
Athugasemdir
banner
banner