Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   fös 13. september 2024 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Péturs: Kominn tími á hana að hitta hann almennilega með vinstri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara fínt, þrjú stig og beint heim. Ég er sammala að við hefðum getað nýtt fleiri færi, en það er líka ágætt að vinna 1-0 og fá ekki mark á sig," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigur á Þór/KA í kvöld.

„Ég man ekki eftir neinu færi sem Þór/KA fékk í dag sem er ólíkt þeim - að Sandra skuli ekki fá færi. Mér fannst við loka vel á þær. Ég get eiginlega ekki skýrt það út: ef Sandra skorar ekki, þá ætla ég að segja að það hafi verið lokað á hana."

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Valur

Þetta er í annað sinn í sumar sem Valur kemur norður til Akureyrar og vinnur sigur. Fyrri sigurinn var reyndar talsvert dramatískari þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.

„Ég hef sagt það margoft áður að leikir Vals og Þórs/KA eru drullugóðir og hafa alltaf verið. Við erum alltaf sátt þegar við vinnum leikinn."

„Það er kannski ekkert skrítið að Anna Rakel skoraði, það var kominn tími fyrir hana að hitta hann með vinstri einhvern tímann, almennilega,"
sagði Pétur og hló.

Næsti leikur Vals verður gegn FH eftir níu daga og segir Pétur hvíldina kærkomna. Hann ræðir um Meistaradeildina og fjarveru Ragnheiðar Þórunnar í vitðalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner