Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mið 13. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inter búið að framlengja samninginn við Yann Bisseck
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalíumeistarar Inter eru búnir að framlengja samning varnarmannsins öfluga Yann Bisseck við félagið um eitt ár.

Bisseck fær verulega launahækkun með nýjum samningi og er núna samningsbundinn Inter til sumarsins 2029.

Bisseck er 23 ára gamall miðvörður sem hefur byrjað dvöl sína hjá Inter mjög vel eftir að félagið keypti hann úr röðum AGF í danska boltanum.

Hann var til að mynda í byrjunarliðinu í 1-0 sigri gegn Arsenal í síðustu viku og átti draumaleik, þar sem þessi stóri og sterki miðvörður gaf ekki millimeter eftir þegar hann mætti í einvígi gegn sóknarmönnum Arsenal.

Bisseck á 22 leiki að baki fyrir yngri landslið Þjóðverja og fylgist þjálfarateymi A-landsliðsins náið með framgangi hans hjá Inter.

West Ham United hafði gríðarlega mikinn áhuga á Bisseck, sem virðist þó ekki vera á förum.

„Við framlengdum samninginn við Yann því hann hefur aðlagast þessu félagi fullkomlega. Hann hefur þroskast bæði sem maður og sem leikmaður," sagði Javier Zanetti, varaforseti Inter, meðal annars í gærmorgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner