Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. desember 2019 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp framlengir við Liverpool - Hjá félaginu til 2024
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur framlengt samning sinn við Liverpool. Hann skrifaði undir samning sem rennur út sumarið 2024.

Þjálfarinn kom til Liverpool árið 2015 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Hann er gífurlega vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins.

Aðstoðarmenn hans, þeir Peter Krawietz og Pepijn Lijnders, framlengdu einnig sína samninga.

„Fyrir mig persónulega er þetta viljayfirlýsing, sem byggð er á minni þekkingu á því sem við höfum afrekað saman til þessa og þess sem við getum afrekað í framtíðinni," sagði Klopp við undirskriftina.

„Þegar ég sé þróunina sem hefur átt sér stað hjá félaginu sé ég að ég hef ennþá margt fram að færa."

„Fólk sér það sem gerist á vellinum sem mælistiku á framfarir og þó það sé ein besta leiðin til að mæla slíkt þá er það ekki eina leiðin. Ég hef séð skuldbindngu frá eigendum í öllu sem gert er hjá félaginu."

„Þegar kallið kom haustið 2015 fannst mér við passa fullkomlega saman. Ef eitthvað er, þegar ég lít til baka, finnst mér ég hafa vanmetið það. Það er með fullri trú á þeirri samvinnu, sem hefur haldist fullkomlega frá báðum hliðum, að ég skuldbinda mig til ársins 2024,"
sagði Klopp.



Athugasemdir
banner
banner