fös 14. febrúar 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Gunnar á völlum spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Gunnar á völlum.
Gunnar á völlum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leik Norwich og Liverpool verður frestað samkvæmt spá Gunnars.
Leik Norwich og Liverpool verður frestað samkvæmt spá Gunnars.
Mynd: Getty Images
Chelsea mætir Manchester United í risaleik á mánudag.
Chelsea mætir Manchester United í risaleik á mánudag.
Mynd: Getty Images
Kemst Leeds aftur í gang?
Kemst Leeds aftur í gang?
Mynd: Getty Images
Stefán Jakobsson var með tvo rétta af niu mögulegum þegar hann spáði í leikina á Englandi um síðustu helgi en leik Manchester City og West Ham var frestað.

Gunnar Sigurðarson, Gunnar á völlum, spáir í leikina að þessu sinni. Sex leikir eru í ensku úrvalsdeildinni um helgina en nokkur lið eru í vetrarfríi.

Til að ná tíu leikjum þá spáir Gunnar einnig í þrjá leiki í Championship deildinni sem og um leik hjá sínum mönnum í Ipswich. Gunnar er annálaður sérfræðingur um neðri deildirnar á Englandi.

ENSKA ÚRVALSDEILDIN:

Wolves 2 - 2 Leicester (20:00 í kvöld)
Það kemur í raun ekkert annað til greina en að negla góðu 2-2 jafntefli á þennan Miðlandaslag. Það er sama hvar drepið er niður fæti í þessum spádóm það er ekkert að koma í veg fyrir þessi úrslit. Ég ætla setja 12 þúsund krónur á jafntefli á Lengjunni.

Southampton 2 - 0 Burnley (12:30 á morgun)
Það kann ver að vera að margir setji upp spurningarmerki við þetta útspil. Líklegast er að allir negli í stíft jafntefli á þennan leik en á einhverjum tímapunkti í lífinu er nauðsynlegt að taka áhættu.

Norwich (frestað) Liverpool (17:30 á morgun)
Það er alltaf gott fyrir enska knattspyrnu að ekki sé leikið á Dritvangi, heimavelli Skítfuglana. Það má búast við því að veðurguðir komi til bjargar og að tjón af völdum stormsins Dennis komi í veg fyrir að leikurinn fari fram. Ef svo óheppilega vill til að leikurinn fari fram þá verður 0-3 sigur Liverpool síst of stór.

Aston Villa 0 - 2 Tottenham (14:00 á sunnudag)
Við skulum ekki dvelja of lengi við það sem ekkert er.

Arsenal 4 -1 Newcastle (16:30 á sunnudag)
Virkilega áhugaverð rimma í Lundúnum þar sem eru að fara takast á kraftar viðbjóðslegra úrslita síðustu vikna. Bæði lið geta státað sig af einum til tveimur áhugaverðum úrslitum það sem af er ári en meira og minna skítléleg jafntefli. Newcastle er vissulega með kjammann galopinn eftir fögnuðinn að hafa óvart unnið Oxford í bikar en Arsenal á negla vinstri krók á kjamma Newcastle og smella þeim úr kjálkalið.

Chelsea 1 - 1 Manchester United (20:00 á mánudag)
Það er engu logið um það að hér er á ferðinni einn af leiðinlegustu leikjum tímabilsins. Samt er bara svo áhugavert að það eru svo margir sem eru enn í því að kaupa pakkaferð til London á tæpan 100 þúsund krónur gagngert til að horfa á þessi lið eigast við. Blessað fólkið.

CHAMPIONSHIP-DEILDIN:

WBA 2 - 0 Nottingham Forest (12:30 á morgun)
Fáránlega sterkt þetta dásamlega WBA-lið og klárlega að fara kíkja upp í úrvalsdeildina. Þetta er það lið sem hefur skorað allra liða mest sem af er tímabili og segir það sína sögu að öllum mörkum þeirra er meira og minna deilt niður á 7 leikmenn. Þetta er leikur þar sem WBA er að segja Nott. Forest að steinhalda kjafti.

Leeds 3 - 1 Bristol City (15:00 á morgun)
Virkilega spennandi leikur í toppbaráttu Championship. Leeds hefur gjörsamlega farið á kostum í að Leeds-a sig á síðustu vikum og eru með drulluna gjörsamlega upp á bak. Á sama tíma hefur Bristol City verið á mikilli siglingu upp töfluna með því að klára þá leiki sem þeir eiga að klára. Þessi leikur ásamt þeim næsta þar sem þeir taka á móti WBA neglir þeim aðeins niður á jörðina og kemur í veg fyrir að þeir fari í umspil.

Fulham 4 - 0 Barnsley (15:00 á morgun)
Heitasta lið Championship er aldrei að fara gera neitt en að valta yfir botnlið deildarinnar. Scott Parker er að gera gott mót á Craven Cottage og með Serbann Aleksandar Mitrović, sem hefur sett 21 mark sem af er tímabili er ljóst að fátt ætti að koma í veg fyrir að Fulham fari beint upp aftur.

ENSKA C-DEILDIN:

Ipswich 5 - 0 Burton (15:00 á morgun)
Fæst orð … virkilega lítil ábyrgð.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sigvaldi Guðjónsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Björn Hlynur Haraldsson (4 réttir)
Albert Brynjar Ingason (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Stefán Jakobsson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Óttar Bjarni Guðmundsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 38 25 7 6 70 28 +42 82
2 Leicester 37 26 4 7 74 33 +41 82
3 Ipswich Town 38 24 9 5 80 49 +31 81
4 Southampton 36 22 7 7 73 47 +26 73
5 West Brom 38 19 9 10 59 36 +23 66
6 Norwich 38 18 7 13 69 54 +15 61
7 Hull City 37 16 10 11 53 46 +7 58
8 Coventry 37 15 12 10 59 43 +16 57
9 Preston NE 37 16 8 13 49 54 -5 56
10 Middlesbrough 38 16 6 16 53 52 +1 54
11 Cardiff City 38 16 5 17 43 51 -8 53
12 Sunderland 38 14 6 18 48 45 +3 48
13 Watford 38 12 12 14 53 51 +2 48
14 Bristol City 38 13 8 17 42 45 -3 47
15 Swansea 38 12 10 16 48 58 -10 46
16 Millwall 38 11 10 17 36 50 -14 43
17 Blackburn 38 11 9 18 51 64 -13 42
18 Plymouth 38 10 11 17 54 62 -8 41
19 Stoke City 38 11 8 19 35 53 -18 41
20 QPR 38 10 10 18 36 50 -14 40
21 Birmingham 38 10 9 19 42 59 -17 39
22 Huddersfield 38 8 15 15 42 61 -19 39
23 Sheff Wed 38 11 5 22 30 61 -31 38
24 Rotherham 38 3 11 24 30 77 -47 20
Stöðutaflan England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Portsmouth 39 24 11 4 63 32 +31 83
2 Derby County 40 24 6 10 69 35 +34 78
3 Bolton 39 22 8 9 71 43 +28 74
4 Peterboro 38 21 8 9 74 46 +28 71
5 Barnsley 38 20 11 7 70 48 +22 71
6 Oxford United 39 18 9 12 62 52 +10 63
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Stevenage 39 17 11 11 51 40 +11 62
8 Lincoln City 39 16 13 10 56 33 +23 61
9 Blackpool 39 17 9 13 57 42 +15 60
10 Leyton Orient 39 16 10 13 44 44 0 58
11 Northampton 40 15 8 17 51 60 -9 53
12 Wigan 39 17 7 15 53 48 +5 50
13 Wycombe 38 13 11 14 50 49 +1 50
14 Bristol R. 38 14 8 16 48 57 -9 50
15 Exeter 39 13 8 18 33 52 -19 47
16 Charlton Athletic 39 10 15 14 57 58 -1 45
17 Shrewsbury 39 13 5 21 29 55 -26 44
18 Reading 39 13 9 17 55 57 -2 42
19 Burton 39 10 9 20 31 51 -20 39
20 Cambridge United 38 10 9 19 32 55 -23 39
21 Port Vale 38 9 9 20 36 61 -25 36
22 Cheltenham Town 37 9 8 20 30 50 -20 35
23 Fleetwood Town 39 7 13 19 41 61 -20 34
24 Carlisle 39 5 9 25 35 69 -34 24
24 Forest Green 46 6 9 31 31 89 -58 27
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner