Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   fös 14. febrúar 2020 21:26
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Haaland skoraði í stórsigri
Dortmund 4 - 0 Frankfurt
1-0 Lukasz Piszczek ('33)
2-0 Jadon Sancho ('50)
3-0 Erling Braut Haaland ('54)
4-0 Raphael Guerreiro ('74)

Borussia Dortmund rúllaði yfir Eintracht Frankfurt í fyrsta leik helgarinnar í þýska boltanum.

Lukasz Piszczek gerði eina mark fyrri hálfleiksins en ungstirnin Jadon Sancho og Erling Braut Haaland gerðu út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks.

Sancho gerði vel að skora eftir góða sendingu frá Axel Witsel á meðan Haaland var fullkomlega staðsettur fyrir lága fyrirgjöf Achraf Hakimi, sem spilaði í sóknarlínunni og lagði tvö mörk upp í leiknum.

Raphael Guerreiro gerði svo fjórða og síðasta mark leiksins á 74. mínútu með góði skoti utan teigs.

Dortmund er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn, stigi eftir toppliði Bayern sem á, líkt og önnur lið, leik til góða.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 14 9 2 3 29 16 +13 29
3 Dortmund 13 8 4 1 23 11 +12 28
4 Leverkusen 14 8 2 4 30 19 +11 26
5 Hoffenheim 14 8 2 4 29 20 +9 26
6 Eintracht Frankfurt 14 7 3 4 29 29 0 24
7 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
8 Union Berlin 14 5 3 6 19 23 -4 18
9 Köln 14 4 4 6 22 23 -1 16
10 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
11 Gladbach 14 4 4 6 18 22 -4 16
12 Werder 13 4 4 5 18 24 -6 16
13 Wolfsburg 14 4 3 7 20 24 -4 15
14 Hamburger 14 4 3 7 15 24 -9 15
15 Augsburg 14 4 1 9 17 28 -11 13
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner