Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 14. apríl 2024 23:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Theodór með stuðningsmönnum eftir leik.
Theodór með stuðningsmönnum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndirnar af vítaspyrnuatvikinu má sjá hér að neðan.
Myndirnar af vítaspyrnuatvikinu má sjá hér að neðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Ingi Óskarsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild í dag þegar hann kom inn á í lið Fylkis gegn Val í Bestu deild karla. Theodór ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Ég var mjög stressaður, fullt af stuðningsmönnum í stúkunni, fullt af vinum. Þetta var bara spennandi, alltaf gaman að fá mínúturk, koma inná á móti mögulega verðandi meisturum og þakklátur að fá traustið."

„Skilaboðin voru að sinna fyrst og fremst góðum varnarleik og síðan fékk ég þau skilaboð að ég ætti að skora, en það gekk ekki í þetta skiptið. Góður varnarleikur var númer 1, 2 og 3."


Fylkismenn vildu fá vítaspyrnu í lokin. Hvernig upplifði Theodór atvikið í uppbótartímanum?

„Ég fann fyrir snertingu og ég lét mig detta. Ég held þetta hafi bara verið vítaspyrna. Þetta var snerting, hann tekur í mig. Ég var svekktur að fá ekki flautið, viðurkenni það."

Hvernig er að hafa upplifað þennan fyrsta leik?

„Þetta er rosaleg upplifun. Stuðningsmennirnir voru frábærir í kvöld, mikið hrós til þeirra, liðið var frábært og við spiluðum frábæran varnarleik. Það var frábært að fá taustið."

„Markmiðið í sumar er að koma sér í hópinn, æfa vel í sumar. Markmiðið hjá liðinu er mögulega að ná topp sex, það er háleitt markmið."


Fáránlega góður hópur
Það eru margir uppaldir leikmenn í Fylki. Er ekki góð stemning í hópnum?

„Fáránlega góð stemning og fáránlega góður hópur. Við erum búnir að fá inn mjög marga leikmenn sem hafa komið vel inn í hópinn. Dóri (Halldór Jón), Matti (Matthias Præst) og fullt af öðrum leikmönnum. Ég er bara mjög bjartsýnn," sagði Theodór að lokum.
Athugasemdir
banner