Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   sun 14. apríl 2024 17:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við áttum ekki séns," sagði Mikael Nikulásson þjálfari KFA eftir 5-1 tap liðsins gegn Þór í Mjólkurbikarnum í dag.


Lestu um leikinn: Þór 5 -  1 KFA

„Mættum sennilega einu besta liði á Íslandi í dag að mínu mati. Þeir sýndu það á undirbúningstímabilinu. Þetta er frábært lið sem Siggi er búinn að búa til. Við mættum laskaðir, nýkomnir frá Spáni og búnir að æfa stíft," sagði Mikael.

„Við megum ekki við því þegar lið stillir upp sínu sterkasta liði á móti okkur. Þeir eru með betra lið en við, enda deild ofar og mér finnst líklegt að þeir vinni þá deild," sagði Mikael.

„Samt sem áður vorum við slakir í þessum leik, vorum þungir og hægir. Ég get sjálfum mér um kennt með þessa æfingaviku út á Spáni. Vonandi skila þær sér þegar Íslandsmótið hefst," sagði Mikael.

„Fannst þeir vera litlir"

„Ég er ekki ánægður með liðið, ánægður með vissa menn. Mér fannst þeir vera litlir. Við vorum nálægt því að fara upp í fyrra en þetta er munurinn, þetta er eitt besta ef ekki besta lið 1. deildar, alveg klárt," sagði Mikael.

MIklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KFA í vetur.

„Þetta eru mikið til ungir leikmenn og útlendingarnir komu seint, þeir voru ekkert sérstakir í dag en þetta er ágætis áminning fyrir menn. Ef menn vilja fara upp úr 2. deild í sumar og halda áfram í KFA þá þurfa menn að horfa á þennan leik hvað þeir þurfa að bæta, þetta var alltof auðvelt fyrir Þórsarana í dag," sagði Mikael.

VIðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner