Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 14. apríl 2024 17:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við áttum ekki séns," sagði Mikael Nikulásson þjálfari KFA eftir 5-1 tap liðsins gegn Þór í Mjólkurbikarnum í dag.


Lestu um leikinn: Þór 5 -  1 KFA

„Mættum sennilega einu besta liði á Íslandi í dag að mínu mati. Þeir sýndu það á undirbúningstímabilinu. Þetta er frábært lið sem Siggi er búinn að búa til. Við mættum laskaðir, nýkomnir frá Spáni og búnir að æfa stíft," sagði Mikael.

„Við megum ekki við því þegar lið stillir upp sínu sterkasta liði á móti okkur. Þeir eru með betra lið en við, enda deild ofar og mér finnst líklegt að þeir vinni þá deild," sagði Mikael.

„Samt sem áður vorum við slakir í þessum leik, vorum þungir og hægir. Ég get sjálfum mér um kennt með þessa æfingaviku út á Spáni. Vonandi skila þær sér þegar Íslandsmótið hefst," sagði Mikael.

„Fannst þeir vera litlir"

„Ég er ekki ánægður með liðið, ánægður með vissa menn. Mér fannst þeir vera litlir. Við vorum nálægt því að fara upp í fyrra en þetta er munurinn, þetta er eitt besta ef ekki besta lið 1. deildar, alveg klárt," sagði Mikael.

MIklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KFA í vetur.

„Þetta eru mikið til ungir leikmenn og útlendingarnir komu seint, þeir voru ekkert sérstakir í dag en þetta er ágætis áminning fyrir menn. Ef menn vilja fara upp úr 2. deild í sumar og halda áfram í KFA þá þurfa menn að horfa á þennan leik hvað þeir þurfa að bæta, þetta var alltof auðvelt fyrir Þórsarana í dag," sagði Mikael.

VIðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir