Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 14. apríl 2025 22:39
Haraldur Örn Haraldsson
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður Vals fékk að líta rauða spjaldið seint í uppbótartíma í kvöld þegar liðið hans gerði 3-3 jafntefli við KR.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

„Þetta er auðvitað gríðarlega svekkjandi, að fá þetta mark á okkur í lokin sem voru bara því miður mistök af hálfu dómarans. Það er gríðarlega svekkjandi."

KR byrjaði leikinn betur en Valur óx inn í leikinn eftir að leið á fyrri hálfleikinn. Hólmar var samt ekki alveg sammála því að þeir vöknuðu ekki fyrr en á 30. mínútu.

„Við vorum alltaf hættulegir og sköpuðum fullt af færum. En á köflum hefðum við mátt spila betur."

Atvikið þegar Hólmar fær sitt annað gula spjald og KR fær víti er heldur betur umdeilt. Hólmar var alls ekki sammála þeim dóm.

„Það er aukaspyrna utan af kanti og bara svona klassískt. Hann stendur inn fyrir og ætlar að blokka mig, og gerir það. Við hlaupum á hvorn annan, hann dettur síðan ofan á mig og ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur. En hann dæmir síðan víti og rautt, eina sem leikmaðurinn er að gera er að reyna blokka mig, hann er ekki einu sinni að reyna að fara inn í. Svo er þetta líka góðan meter fyrir utan teig. Þannig þetta er bara gríðarlega svekkjandi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner