Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   sun 14. maí 2017 19:30
Magnús Már Einarsson
Gulli Jóns: Miklu betra en í fyrstu leikjunum
Gulli og sonur hans sem var boltastrákur á leiknum í dag en hann æfir í yngri flokkum KR.
Gulli og sonur hans sem var boltastrákur á leiknum í dag en hann æfir í yngri flokkum KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það voru batamerki í þessum leik. Ég tel að við getum margt jákvætt út úr þessu. Ég er nokkuð sáttur við margt í spilamennskunni. Við gefumst ekki upp og margir kaflar eru miklu betri en í fyrstu tveimur leikjunum. Þetta er miklu betra en þar," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir 2-1 tap gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 ÍA

Rashid Yussuf og Patryk Stefanski voru báðir teknir úr byrjunarliðinu frá því í gegn Val.

„Við tókum þá út af í hálfleik í síðasta leik og við ákváðum að halda þeirri holningu áfram. Þeir þurfa að vinna sér inn sæti í liðinu og það er aldrei að vita hvort það komi í bikarnum gegn Fram. Það er hart barist um sæti í liðinu."

„Að sjálfsögðu er maður að taka erlenda leikmenn til að hafa þá í byrjunariðinu. Þeir komu seint inn og eru að aðlagast liðinu og lífinu á Akranesi. Þetta verður að koma í ljós. Við erum ekki eina liðið með erlenda leikmenn á bekknum."


ÍA er án stiga eftir þrjár umferðir en liðið byrjaði líka illa í fyrra og hitteðfyrra þegar liðið endaði síðan um miðja deild.

„Við höfum ekki byrjað vel síðan við komum aftur upp í úrvalsdeildina. Við höfum upplifað þetta áður og við getum klifrað þetta upp enn á ný," sagði Gunnlaugur.

Sóknarmaðurinn ungi Tryggvi Hrafn Haraldsson sat allan tímann á bekknum í dag vegna meiðsla aftan í læri en Gunnlaugur reiknar með að hann verði klár í næsta deildarleik eftir viku. Þá greinir Gunnlaugur frá því að Arnór Snær Guðmundsson komi mögulega inn í vörn ÍA á næstunni eftir dvöl hjá Kára á láni.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner