„Það voru batamerki í þessum leik. Ég tel að við getum margt jákvætt út úr þessu. Ég er nokkuð sáttur við margt í spilamennskunni. Við gefumst ekki upp og margir kaflar eru miklu betri en í fyrstu tveimur leikjunum. Þetta er miklu betra en þar," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir 2-1 tap gegn KR í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 ÍA
Rashid Yussuf og Patryk Stefanski voru báðir teknir úr byrjunarliðinu frá því í gegn Val.
„Við tókum þá út af í hálfleik í síðasta leik og við ákváðum að halda þeirri holningu áfram. Þeir þurfa að vinna sér inn sæti í liðinu og það er aldrei að vita hvort það komi í bikarnum gegn Fram. Það er hart barist um sæti í liðinu."
„Að sjálfsögðu er maður að taka erlenda leikmenn til að hafa þá í byrjunariðinu. Þeir komu seint inn og eru að aðlagast liðinu og lífinu á Akranesi. Þetta verður að koma í ljós. Við erum ekki eina liðið með erlenda leikmenn á bekknum."
ÍA er án stiga eftir þrjár umferðir en liðið byrjaði líka illa í fyrra og hitteðfyrra þegar liðið endaði síðan um miðja deild.
„Við höfum ekki byrjað vel síðan við komum aftur upp í úrvalsdeildina. Við höfum upplifað þetta áður og við getum klifrað þetta upp enn á ný," sagði Gunnlaugur.
Sóknarmaðurinn ungi Tryggvi Hrafn Haraldsson sat allan tímann á bekknum í dag vegna meiðsla aftan í læri en Gunnlaugur reiknar með að hann verði klár í næsta deildarleik eftir viku. Þá greinir Gunnlaugur frá því að Arnór Snær Guðmundsson komi mögulega inn í vörn ÍA á næstunni eftir dvöl hjá Kára á láni.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
























