Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fabregas tekur ekki við en Ten Hag er möguleiki
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er á lista Bayer Leverkusen yfir hugsanlega arftaka fyrir Xabi Alonso sem er að taka við Real Madrid.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu.

Ten Hag hefur verið atvinnulaus frá því október þegar hann var rekinn frá Man Utd.

Hinn hollenski Ten Hag stýrði þá Ajax með mjög góðum árangri áður en hann tók við á Old Trafford.

Leverkusen á enn eftir að taka ákvörðun með næsta stjóra sinn en Cesc Fabregas var ofarlega á listanum. Það er þó búist við því að hann muni áfram stýra Como á Ítalíu.
Athugasemdir
banner