Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rodrygo: Hættið að skálda hluti
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Rodrygo Goes, sóknarmaður Real Madrid, hefur gefið í skyn að það sé stutt í að hann snúi aftur á völlinn eftir að hafa ekki komið við sögu í þremur leikjum í röð. Mikið hefur verið rætt og ritað um Rodrygo, hann sagður ósáttur hjá Real og m.a. orðaður við ensku úrvalsdeildina.

Hann missti af leik vegna kvefs á dögunum og var ekki með í El Classico á sunnudaginn þrátt fyrir að Carlo Ancelotti, fráfarandi stjóri Real, hefði sagt að hann væri heill sólarhring fyrir leikinn. Rodrygo haltraði þá af æfingu í gær og verður ekki með í næsta leik gegn Mallorca.

Miðlar á Spáni hafa fjallað um að Rodrygo hefði sagt við Ancelotti að hann teldi sig ekki vera í nægilega góðu andlegu standi til að spila.

Ancelotti kom Rodrygo aftur til varnar í gær og sagði að hann væri pirraður, en það væri vegna meiðsla og að hafa vegna þeirra ekki getað sýnt sitt besta.

Rodrygo fór svo á samfélagsmiðla í dag og setti inn mynd af sér liggjandi í endurheimt.

„Takk fyrir öll skilaboðin og umhyggjuna. Ég kem fljótt til baka. Hættið að búa til hluti," skrifaði Rodrygo á X.

Athugasemdir
banner
banner
banner