Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 18:23
Brynjar Ingi Erluson
Huijsen með tilboð í höndunum frá Real Madrid
Mynd: EPA
Spænska félagið Real Madrid hefur sent varnarmanninum unga og efnilega Dean Huijsen samningstilboð en þetta segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano í dag.

Þessi tvítugi miðvörður er að öllum líkindum á leið til Real Madrid en því er haldið fram að spænska félagið leiði kapphlaupið.

Huijsen er með 50 milljóna punda kaupákvæði í samningi sínum og er Real Madrid nú að ræða við Bournemouth um næstu skref.

Romano segir að Huijsen og föruneyti hans hafi fengið samningstilboð frá Real Madrid í dag og er Real Madrid sagt vera fyrsti kostur spænska landsliðsmannsins.

Arsenal, Chelsea og Liverpool halda áfram að fylgjast með stöðunni og eru reiðubúin að koma inn í baráttuna ef Huijsen nær ekki samkomulagi við Real Madrid.

Varnarmaðurinn hefur verið með bestu varnarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð. Hann kom til Bournemouth frá Juventus á síðasta ári, en hann hefur einnig leikið með Roma og unglingaliði Malaga.
Athugasemdir
banner
banner