Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 19:08
Brynjar Ingi Erluson
Hjörtur skoraði með skalla er Volos bjargaði sér frá falli
Hjörtur Hermanns bjargaði sér frá falli í dag
Hjörtur Hermanns bjargaði sér frá falli í dag
Mynd: Volos
Árbæingurinn Hjörtur Hermannsson hjálpaði liði sínu, Volos, að bjarga sér frá falli úr grísku úrvalsdeildinni með því að skora í 3-0 sigri liðsins á Lamia í dag.

Tímabilið hjá Volos hefur verið langt og strangt en frábær úrslit í síðustu leikjum þýða það að liðið hefur nú bjargað sér.

Hjörtur hefur verið fastamaður í vörn Volos og í dag skoraði hann annað deildarmark sitt með skalla eftir hornspyrnu.

Sigur Volos kom liðinu í 39 stig, níu stigum fyrir ofan fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Ágúst Eðvald Hlynsson byrjaði í 1-1 jafntefli AB gegn Næstved í meistarariðli dönsku C-deildarinnar. Ægir Jarl Jónasson kom inn af bekknum í síðari hálfleik. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari liðsins.

AB er í 4. sæti meistarariðilsins með 36 stig þegar fimm umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner