
ÍA 0 - 1 Afturelding
0-1 Aron Jóhannsson ('61 )
Rautt spjald: Axel Óskar Andrésson , Afturelding ('88) Lestu um leikinn
0-1 Aron Jóhannsson ('61 )
Rautt spjald: Axel Óskar Andrésson , Afturelding ('88) Lestu um leikinn
Afturelding er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa lagt ÍA að velli, 1-0, á ELKEM-vellinum á Akranesi í dag.
Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og var lítið um að vera fyrsta hálftímann eða svo.
Á 36. mínútu fengu heimamenn dauðafæri er Erik Tobias Sandberg átti skalla að marki en leikmenn Aftureldingar björguðu á línu
Staðan markalaus í hálfleik en það voru Skagamenn sem komu sterkari inn í síðari hálfleikinn en Afturelding átti ágætis svör við því og tókst að komast yfir þegar Aron Jóhannsson nýtti sér mistök Árna Marinós Einarssonar.
Árni ætlaði að vaða út í boltann en missti af honum og gat Aron skallað boltanum í autt markið.
Skagamenn reyndu að koma löngum boltum inn á teig Aftureldingar undir lokin en vörn gestanna hafði lesið það leikskipulag og náði að halda vel.
Á lokamínútum leiksins voru Skagamenn að koma sér í algert dauðafæri er Ómar Björn Stefánsson var við það að sleppa í gegn en Axel Óskar Andrésson reif hann niður áður og fékk að líta rauða spjaldið.
Heimamönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og fer Afturelding áfram í 8-liða úrslitin eftir frábæran sigur á Akranesi.
????ÍA 0 - Afturelding 1
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025
Mörkin og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótbolta
??Benjamin Stokke
????Axel Óskar Andrésson pic.twitter.com/gqInvuOt8I
Athugasemdir