Franska A-deildarfélagið Mónakó hefur staðfest félagaskipti Eric Dier frá Bayern München en hann mun formlega ganga í raðir félagsins í næsta mánuði.
Mónakó náði munnlegu samkomulagi við Dier í síðasta mánuði og var síðan greint frá því nokkrum dögum síðar að þetta yrði hans síðasta tímabil með Bayern.
Dier kom til Bayern frá Tottenham í byrjun síðasta árs, þá fyrst á láni, en skipti alfarið yfir um sumarið.
Englendingurinn kveður Bayern með deildarmeistaratitli, en hann heldur nú á vit ævintýranna í Frakklandi með Mónakó.
Félagið staðfesti komu hans með myndbandi á samfélagsmiðlum, en samkvæmt enskum miðlum gerir hann þriggja ára samning við félagið.
Bayern vildi framlengja við Dier og bauð honum að gera eins árs framlengingu, en tilboð Mónakó var betra. Þar fékk hann lengri samning, hærri laun og loforð um meiri spiltíma.
Mónakó er búið að tryggja sér 3. sæti frönsku deildarinnar þegar ein umferð er eftir og verður því með í deildarkeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð.
???????????????? ???????????????? ???? ???????? ???????????????????????????? ???????????????? ???????????????? ???? pic.twitter.com/bHVbC70z9u
— AS Monaco ???????? (@AS_Monaco) May 14, 2025
Athugasemdir