„Þetta var erfiður leikur, mér fannst við virkilega þurfa að hafa fyrir þessu," sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður FH eftir 1-4 sigur á ÍBV í eyjum í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 4 FH
„Við komumst í 2-0 sem var þægileg staða en svo ná þeir að skora og það kemur smá meðbyr með þeim og við þurfum að hafa okkur alla við til að reyna að halda þeim niðri. Það opnast svo þegar þeir keyra upp og við náum að nýta okkur það og skora tvö önnur mörk."
Það var nokkur hiti í leiknum og tvisvar sauð uppúr.
„Þannig á þetta að vera. Eyjamenn eru fyrir baráttu og núna mættust stál í stál, þetta var skemmtilegur leikur."
Þórarinn Ingi er uppalinn hjá ÍBV og kom sem leikmaður gestaliðs á Hásteinsvöll í fyrsta skipti í dag.
„Það var bara gaman. Við gátum ekki fengið betra fótboltaveður en í dag í þessari blíðu í Paradís. Þetta var virkilega skemmtilegt. Fínt að fá smá pú og læti úr stúkunni. Það er ekki við hæfi að hafa það eftir hér en þetta var flest allt djók, þetta eru bara félagar mínir og maður hló bara að þessu."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























