Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Noregur: Adam kom af bekknum og lagði upp mark í sigri
Mynd: Rune Stoltz Bertinussen
Adam Örn Arnarson, leikmaður Tromsö í Noregi, lagði upp mark í 3-0 sigri liðsins á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Adam Örn byrjaði á bekknum í dag en hann hafði aðeins spilað átta mínútur í deildinni fram að þessum leik.

Hann kom inná á 53. mínútu í stöðunni 2-0 og tókst svo að leggja upp þriðja markið undir lok leiksins.

Vængbakverðirnir sáu um þetta. Adam átti frábæra fyrirgjöf á Tomas Totland sem skoraði.

Öruggur sigur Tromsö og mikilvægt fyrir Adam en liðið er í 7. sæti með 8 stig eftir fyrstu sjö leikina.

Adam hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild á síðasta tímabili en hann kom til Tromsö frá Gornik Zabrze.

Hann hefur spilað 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands en þá á hann einn A-landsleik að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner