Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   þri 14. júní 2022 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Kristján: Ekki skotæfing á morgun, hún var í gær
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við nýttum ekki færin í dag, fáum færi strax i upphafi leiks sem við náum ekki að klára og strax eftir að við fáum á okkur markið fáum við mjög gott færi en við náum ekki að nýta þau og því fór sem fór.“ Sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar sem laut í gras fyrir Keflavík 1-0 suður með sjó í kvöld í leik liðanna í 9.umferð Bestu deldar kvenna.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Stjarnan

Stjarnan fékk urmull marktækifæra í leiknum en eftir því sem leið á leikinn virtist trúin á það að skora mark fara minnkandi í liði Stjörnunar. Hvort sem það var varnarmaður, Samantha í marki Keflavíkur eða hinn víðfrægi herslumunur vildi boltinn ekki inn. Hafði lið Kristjáns ekki trú á því að þær væru að fara að skora?

„Jú jú, við höfðum alveg trú því. Við kannski vönduðum okkur ekki nógu vel. En maður veit ekki, það er kannski það sama sem gerist í þessum færum okkar og þegar við verjumst þessu horni sem þær skora úr. Að það vanti einhver tíu prósent upp á allt sé klárt að negla þessu inn eða negla þesu frá en það var bara fullt af hlutum sem féll ekki okkar megin og það er bara stundum þannig í fótbolta.“

Kristján var að lokum spurður hvort hann hyggðist setja liðið á skotæfingu á morgun í ljósi færanýtingarinnar í kvöld og ekki stóð á svörum frá honum frekar enn fyrri daginn.

„Nei það verður alveg örugglega ekki skotæfing á morgun. Hún var í gær.“

Sagði Kristján glaðlega en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner