Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. júlí 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 5. umferð: Leikur sem fer í 'favorites'
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Lengjudeildin
Sindri Kristinn Ólafsson.
Sindri Kristinn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri átti stórleik á móti Þór.
Sindri átti stórleik á móti Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, er leikmaður fimmtu umferð Lengjudeildar karla eftir virkilega flotta frammistöðu í 2-1 sigrinum á Þór á laugardag.

„Varði nokkrum sinnum glæsilega í leiknum og stýrði öftustu línu vel. Að vera markvörður í liði sem er manni færri og hvað þá tveimur verður alltaf áskorun en Sindri var yfirvegaður í sínum leik og að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í skýrslu sinni frá Keflavík.

Sjá einnig:
Lið 5. umferðar: Varnarsinnaðara en oft áður

Keflavík missti Frans Elvarsson af velli með sitt annað gula spjald á 31. mínútu og á 82. mínútu fékk Kian Williams sitt annað gula spjald. Keflavík endaði því með níu menn inn á vellinum, en með Sindra í fararbroddi tókst liðinu að landa sigri.

„Tilfinningin er góð. Það er gaman að mæta til vinnu og fólk í Keflavík er almennt léttara eftir sigra þegar fótbolta og körfuboltaliðin vinna þannig þetta hefur mikil áhrif á andrúmsloftið í bæjarfélaginu. En annars er alltaf gott að vakna með þrjú auka stig sama hvernig þau komu," sagði Sindri í samtali við Fótbolta.net í gær.

„Já, vissulega er það meira afrek, ef svo má að orði komast," segir Sindri um hvernig sigurinn gegn Þór atvikaðist. „Við höfum lent í því áður að missa menn út af og okkur hefur tekist agætlega að vinna úr því. En þetta er oft spurning um að hafa trú á því að maður nái að skalla og negla öllu burtu sem kemur á okkur. Við vorum vissulega tveimur mörkum yfir sem gerði þetta nokkuð gerlegt fyrir okkur."

Hann segir leikinn vera með þeim skemmtilegri sem hann hefur spilað á ferlinum. „Maður hefur spilað nokkra fína leiki en þetta fer í svokallað 'favorites' - klárlega."

Lengjudeildin er að spilast mjög jafnt til að byrja með og er mikið jafnræði með liðunum. Keflavík er núna í þriðja sæti með tíu stig.

„Þetta var lífsnauðsynlegt fyrir okkur í alla staði. Við máttum ekki fara að missa hin liðin of langt fram úr okkur. Það geta flest liðin unnið alla. Það sést líka á úrslitum leikjana að það er mikið af mörkum skorað og deildin virðist ætla að vera sú sterkasta í langan tíma. Það hvetur bara fólk til þess að fylgjast með og mæta á völlinn."

Keflavík er að vinna með nýtt kerfi í sumar, það eru tveir aðalþjálfarar. Það hefur gengið vel.

„Keflavik hefur tvisvar verið með svona kerfi síðan ég byrjaði að spila. Jóhann Birnir og Haukur Ingi voru saman með liðið 2015. Siggi og Eysteinn eru að spila þetta fagmannlega finnst mér, þei ppila mikið inn á styrkleika hvors annars og eru meðvitaðir um það. Einnig er gott að fá mann sem þekkir minna til klúbbsins til að sjá mögulega eitthvað sem við hinir sáum ekki," segir Sindri Kristinn, markvörður Keflvíkinga.

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Athugasemdir
banner
banner