Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fös 14. júlí 2023 13:07
Elvar Geir Magnússon
Alex Freyr orðinn leikmaður KA (Staðfest) - Á láni frá Blikum
Alex Freyr er kominn í gulu treyjuna. Hér er hann með Hallgrími Jónassyni, þjálfara KA.
Alex Freyr er kominn í gulu treyjuna. Hér er hann með Hallgrími Jónassyni, þjálfara KA.
Mynd: KA
Bakvörðurinn Alex Freyr Elísson hefur skrifað undir lánssamning hjá KA og leikur með liðinu út yfirstandandi tímabil.

„Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda Alex Freyr afar öflugur bakvörður sem mun án efa styrkja okkar öfluga lið," stendur á heimasíðu KA.

Alex sem er 25 ára gamall er uppalinn hjá Fram þar sem hann lék 153 meistaraflokksleiki áður en hann gekk í raðir Breiðabliks fyrir núverandi tímabil. Hann var ósáttur við lítinn spiltíma í Kópavoginum og vildi fara.

„Alex er sterkur varnarmaður með mikla hlaupagetu og er einnig óhræddur við að taka virkan þátt í sóknarleiknum," segir á heimasíðu KA.

„Alex fylgdist með sigri 2-0 sigri KA liðsins á Connah's Quay Nomads í gær og ferðaðist í kjölfarið norður með strákunum og verður spennandi að sjá hvernig hann kemur inn í hópinn en framundan eru afar mikilvægir leikir í Bestu deildinni, Evrópukeppni sem og sjálfur bikarúrslitaleikurinn. Bjóðum Alex hjartanlega velkominn í KA!"

Alex bætist við í bakvarðaflóruna hjá KA. Fyrir eru Hrannar Björn Steingrímsson, Þorri Mar Þórisson, Birgir Baldvinsson og Ingimar Torbjörnsson Stöle. Birgir er á leið út í háskólanám og mun ekki klára tímabilið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner