Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 13:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn landsliðsins birta flestar færslur - „Hjartað brotið"
Icelandair
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Fjölmargir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins hafa birt færslur eftir Evrópumótið þar sem þær lýsa yfir vonbrigðum sínum með það hvernig mótið fór.

Ísland tapaði öllum sínum leikjum á EM og féll úr leik með núll stig.

Fyrir mótið hafði það verið yfirlýst markmið liðsins að komast upp úr riðlinum en það gekk ekki upp.

„Þungt, vont og mikil vonbrigði. Erfitt að finna fleiri orð akkúrat núna," skrifar Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, meðal annars.

Stelpurnar eru þakklátar fyrir stuðninginn sem þær fengu á mótinu. „Þakklát fyrir stuðning í heimsklassa," skrifar Glódís.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar færslur frá leikmönnum.


















Athugasemdir
banner