Ari Freyr Skúlason gekk í raðir danska liðsins OB í sumar þar sem hann var fenginn til að leika vinstri bakvörð, sömu stöðu og hann hefur verið að leika með íslenska landsliðinu.
„Ég ætla mér þessa stöðu og er kominn í nýjan klúbb þar sem þeir treysta mér í vinstri bakvörðinn. Vonandi hjálpar það mér að halda minni stöðu í landsliðinum," segir Ari Freyr.
„Við erum enn ósigraðir og höldum vonandi áfram á þessu róli. Þetta er fínasta lið, við erum með taktískan og þjálfara. Hann hugsar mikið um hvernig hitt liðið spilar og við vinnum út frá því,"
Ísland mætir Færeyjum í vináttulandsleik sem verður á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 19:45 en í viðtalinu við Ara sem sjá má hér að ofan er einnig rætt við hann um þann leik,
Athugasemdir
























