Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 14. ágúst 2020 21:15
Sverrir Örn Einarsson
Logi Ólafs: Gríðarlega góð viðbót fyrir okkur
Logi Ólafsson
Logi Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru öll stig dýrmæt og þetta eru kannski stig sem þarf að hafa hvað mest fyrir að ná í því KR er náttúrlega ríkjandi Íslandsmeistarar og hafa ávallt verið mjög góðir hér á þessum velli. Það gerir þetta ennþá ánægjulegra bara.“
Sagði Logi Ólafsson þjálfari FH um stigin þrjú sem FH tók með sér heim í Hafnarfjörð eftir 1-2 sigur þeirra á KR að Meistaravöllum í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

Lið FH lá nokkuð til baka í leiknum og beitti skyndisóknum á meðan KR hélt boltanum og stýrði leiknum að mestu, Var það uppleggið hjá Loga og félögum fyrir leik?

„Já það var það í bland. Þú getur aldrei lagt upp leik öðruvísi en að þurfa einhvertímann að sækja hratt og svo þarftu líka að spila gegn skipulagðri vörn þeirra . Við fórum alveg í gegnum það hvernig við gætum gert hvoru tveggja en við náðum að skila marki úr tveimur hröðum sóknum og það er gott.“

Eggert Gunnþór Jónsson byrjaði í sínum fyrsta leik með FH í kvöld og Ólafur Karl Finsen sem kom til FH frá Val á láni á dögnum kom inná sem varamaður í síðari hálfleik. Var Logi ánægður með framlag nýju mannanna?

„Já mjög. Þeir stóðu sig báðir mjög vel. Eggert er reyndar búinn að vera í smá pásu eftir að tímabilinu lauk í Danmörku og Ólafur ekkert fengið að spila en þetta er alveg gríðarlega góð viðbót fyrir okkur.“

Fyrir leik þegar Logi gekk framhjá varamannaskýli var augljóslega kátt á hjalla og tók Logi feikna hláturskast eftir eitthvað samtal við bekk KR. Fréttaritari var forvitinn hvað fór fram á milli manna þar.

„Þetta eru góðir vinir mínir sem þjálfa KR og það er alltaf gaman þegar við hittumst og þetta var bara eitt slíkt móment í gangi.“

Sagði Logi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner