Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   fös 14. ágúst 2020 21:15
Sverrir Örn Einarsson
Logi Ólafs: Gríðarlega góð viðbót fyrir okkur
Logi Ólafsson
Logi Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru öll stig dýrmæt og þetta eru kannski stig sem þarf að hafa hvað mest fyrir að ná í því KR er náttúrlega ríkjandi Íslandsmeistarar og hafa ávallt verið mjög góðir hér á þessum velli. Það gerir þetta ennþá ánægjulegra bara.“
Sagði Logi Ólafsson þjálfari FH um stigin þrjú sem FH tók með sér heim í Hafnarfjörð eftir 1-2 sigur þeirra á KR að Meistaravöllum í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

Lið FH lá nokkuð til baka í leiknum og beitti skyndisóknum á meðan KR hélt boltanum og stýrði leiknum að mestu, Var það uppleggið hjá Loga og félögum fyrir leik?

„Já það var það í bland. Þú getur aldrei lagt upp leik öðruvísi en að þurfa einhvertímann að sækja hratt og svo þarftu líka að spila gegn skipulagðri vörn þeirra . Við fórum alveg í gegnum það hvernig við gætum gert hvoru tveggja en við náðum að skila marki úr tveimur hröðum sóknum og það er gott.“

Eggert Gunnþór Jónsson byrjaði í sínum fyrsta leik með FH í kvöld og Ólafur Karl Finsen sem kom til FH frá Val á láni á dögnum kom inná sem varamaður í síðari hálfleik. Var Logi ánægður með framlag nýju mannanna?

„Já mjög. Þeir stóðu sig báðir mjög vel. Eggert er reyndar búinn að vera í smá pásu eftir að tímabilinu lauk í Danmörku og Ólafur ekkert fengið að spila en þetta er alveg gríðarlega góð viðbót fyrir okkur.“

Fyrir leik þegar Logi gekk framhjá varamannaskýli var augljóslega kátt á hjalla og tók Logi feikna hláturskast eftir eitthvað samtal við bekk KR. Fréttaritari var forvitinn hvað fór fram á milli manna þar.

„Þetta eru góðir vinir mínir sem þjálfa KR og það er alltaf gaman þegar við hittumst og þetta var bara eitt slíkt móment í gangi.“

Sagði Logi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner