Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   fös 14. ágúst 2020 21:15
Sverrir Örn Einarsson
Logi Ólafs: Gríðarlega góð viðbót fyrir okkur
Logi Ólafsson
Logi Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru öll stig dýrmæt og þetta eru kannski stig sem þarf að hafa hvað mest fyrir að ná í því KR er náttúrlega ríkjandi Íslandsmeistarar og hafa ávallt verið mjög góðir hér á þessum velli. Það gerir þetta ennþá ánægjulegra bara.“
Sagði Logi Ólafsson þjálfari FH um stigin þrjú sem FH tók með sér heim í Hafnarfjörð eftir 1-2 sigur þeirra á KR að Meistaravöllum í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

Lið FH lá nokkuð til baka í leiknum og beitti skyndisóknum á meðan KR hélt boltanum og stýrði leiknum að mestu, Var það uppleggið hjá Loga og félögum fyrir leik?

„Já það var það í bland. Þú getur aldrei lagt upp leik öðruvísi en að þurfa einhvertímann að sækja hratt og svo þarftu líka að spila gegn skipulagðri vörn þeirra . Við fórum alveg í gegnum það hvernig við gætum gert hvoru tveggja en við náðum að skila marki úr tveimur hröðum sóknum og það er gott.“

Eggert Gunnþór Jónsson byrjaði í sínum fyrsta leik með FH í kvöld og Ólafur Karl Finsen sem kom til FH frá Val á láni á dögnum kom inná sem varamaður í síðari hálfleik. Var Logi ánægður með framlag nýju mannanna?

„Já mjög. Þeir stóðu sig báðir mjög vel. Eggert er reyndar búinn að vera í smá pásu eftir að tímabilinu lauk í Danmörku og Ólafur ekkert fengið að spila en þetta er alveg gríðarlega góð viðbót fyrir okkur.“

Fyrir leik þegar Logi gekk framhjá varamannaskýli var augljóslega kátt á hjalla og tók Logi feikna hláturskast eftir eitthvað samtal við bekk KR. Fréttaritari var forvitinn hvað fór fram á milli manna þar.

„Þetta eru góðir vinir mínir sem þjálfa KR og það er alltaf gaman þegar við hittumst og þetta var bara eitt slíkt móment í gangi.“

Sagði Logi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner