Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   fös 14. ágúst 2020 21:15
Sverrir Örn Einarsson
Logi Ólafs: Gríðarlega góð viðbót fyrir okkur
Logi Ólafsson
Logi Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru öll stig dýrmæt og þetta eru kannski stig sem þarf að hafa hvað mest fyrir að ná í því KR er náttúrlega ríkjandi Íslandsmeistarar og hafa ávallt verið mjög góðir hér á þessum velli. Það gerir þetta ennþá ánægjulegra bara.“
Sagði Logi Ólafsson þjálfari FH um stigin þrjú sem FH tók með sér heim í Hafnarfjörð eftir 1-2 sigur þeirra á KR að Meistaravöllum í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

Lið FH lá nokkuð til baka í leiknum og beitti skyndisóknum á meðan KR hélt boltanum og stýrði leiknum að mestu, Var það uppleggið hjá Loga og félögum fyrir leik?

„Já það var það í bland. Þú getur aldrei lagt upp leik öðruvísi en að þurfa einhvertímann að sækja hratt og svo þarftu líka að spila gegn skipulagðri vörn þeirra . Við fórum alveg í gegnum það hvernig við gætum gert hvoru tveggja en við náðum að skila marki úr tveimur hröðum sóknum og það er gott.“

Eggert Gunnþór Jónsson byrjaði í sínum fyrsta leik með FH í kvöld og Ólafur Karl Finsen sem kom til FH frá Val á láni á dögnum kom inná sem varamaður í síðari hálfleik. Var Logi ánægður með framlag nýju mannanna?

„Já mjög. Þeir stóðu sig báðir mjög vel. Eggert er reyndar búinn að vera í smá pásu eftir að tímabilinu lauk í Danmörku og Ólafur ekkert fengið að spila en þetta er alveg gríðarlega góð viðbót fyrir okkur.“

Fyrir leik þegar Logi gekk framhjá varamannaskýli var augljóslega kátt á hjalla og tók Logi feikna hláturskast eftir eitthvað samtal við bekk KR. Fréttaritari var forvitinn hvað fór fram á milli manna þar.

„Þetta eru góðir vinir mínir sem þjálfa KR og það er alltaf gaman þegar við hittumst og þetta var bara eitt slíkt móment í gangi.“

Sagði Logi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner