Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 14. ágúst 2022 15:10
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið ÍBV og FH: Andri Rúnar byrjar - Eggert Gunnþór bekkjaður
Andri Rúnar byrjar hjá ÍBV.
Andri Rúnar byrjar hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Gunnar er í marki FH.
Atli Gunnar er í marki FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

ÍBV tekur á móti FH á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum klukkan 16:00 í dag.  Frítt er á völlinn í boði Ísfélagsins, heiðskýrt, logn og 12 stiga hiti.


Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 FH

Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV gerir aðeins eina breytingu á liðinu frá 4-0 tapinu gegn KR í vesturbænum fyrir viku síðan. Andri Rúnar Bjarnason kemur inn fyrir Telmo Castanheira.

Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH gerir 3 breytingar á liði sínu frá 2-4 sigri á Kórdrengjum í Mjólkurbikarnum í vikunni. Atli Gunnar Guðmundsson kemur í markið fyrir Gunnar Nielsen sem meiddist í síðasta leik. Auk hans fara þeir Ástbjörn Þórðarson og Eggert Gunnþór Jónsson út. Inn koma þeir Guðmundur Kristjánsson og Oliver Heiðarsson


Byrjunarlið ÍBV:
25. Alex Freyr Hilmarsson (m)
0. Guðjón Orri Sigurjónsson
0. Andri Rúnar Bjarnason
0. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
2. Sigurður Arnar Magnússon
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
14. Arnar Breki Gunnarsson
22. Atli Hrafn Andrason
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
26. Felix Örn Friðriksson
42. Elvis Bwomono

Byrjunarlið FH:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
4. Ólafur Guðmundsson (f)
7. Steven Lennon
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
22. Oliver Heiðarsson
23. Máni Austmann Hilmarsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner