Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 10:20
Aksentije Milisic
Sarri svarar Mourinho: Mikil vonbrigði ef Roma endar í öðru sæti
Félagarnir á góðri stundu.
Félagarnir á góðri stundu.
Mynd: EPA

Sálfræðistríðið á milli þjálfarana í Rómarborg er hafið en Serie A deildin á Ítalíu hófst í dag.


Fyrr í dag lét Mourinho þau ummæli falla að Lazio ætti að vera í titilbaráttunni því liðið hefur eytt 39 milljónum evra í sumar.

Mourinho skilur ekki sú umræðu að Roma eigið að berjast um titilinn eins og hann talar um hérna.

Sarri var spurður út í þessu ummæli Mourinho á blaðamannafundi í gær en Lazio mætir Bologna í dag á heimavelli í fyrstu umferð deildarinnar.

„Við eyddum ekki 39 milljónum evra. Við gerðum mikilvæg kaup,” sagði Sarri.

„Ef eitthvað lið hefur eytt pening þá er það Roma. Félagið hefur eytt miklu. Ég vil þakka Mourinho fyrir að hafa trú á mér. Ég get vonandi gert hann glaðan á þessari leiktíð.”

„Það væru mikil vonbrigði fyrir Roma að enda einungis í öðru sætinu.”


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner