Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mið 14. ágúst 2024 14:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári Árnason: Tilboðin verðskulduðu ekki svar
Gísli Gotti.
Gísli Gotti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson.
Helgi Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur reyndi undir lok félagaskiptagluggans að auka við breiddina í framlínu liðsins. Félagið bauð í þá Viktor Jónsson og Fred í gær.

Víkingar eru í baráttu á þremur vígstöðvum; eru á toppi deildarinnar, komnir í bikarúrslit og spila á morgun gegn Flora Tallinn úrslitaleik um áframhald í Sambandsdeildinni.

Fyrirliðinn NIkolaj Hansen hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla, Pablo Punyed verður ekki meira með, Aron Elís Þrándarson fór af velli í hálfleik gegn Vestra, Matthías Vilhjálmsson er frá næstu vikurnar og Erlingur Agnarsson var að snúa til baka eftir meiðsli. Það er því skiljanlegt að Víkingur hafi verið að reyna þétta raðirnar.

Þá voru einnig lögð tilboð í leikmenn Víkings. Valur bauð t.a.m. í Gísla Gottskálk Þórðarson og fyrr í glugganum hafði KR reynt að krækja í hann. Fram svaraði þá fyrir tilraun Víkings til að landa Fred með því að bjóða í Helga Guðjónsson.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, var spurður út í gærdaginn.

„Tilboðin sem komu í gær verðskulduðu ekki svar. Helgi er tvöfaldur Íslandsmeistari, fjórfaldur bikarmeistari og lykilmaður í besta liði landsins. Gísli er efnilegast miðjumaður landsins með eiginlega sem fáir Íslendingar búa yfir. Það kemur ekki til greina að þeir fari í önnur lið á Íslandi," segir Kári.

„Við reyndum vissulega við nokkra leikmenn, en ekkert gekk. Það er bara áfram gakk," segir Kári.

Víkingur náði að þétta raðirnar í glugganum með því að fá Tarik Ibrahimagic frá Vestra. Víkingur hafði þar betur í baráttunni við Val.

Leikurinn gegn Flora hefst klukkan 16:00 á morgun að íslenskum tíma. Um seinni leik liðanna er að ræða og er staðan í einvíginu jöfn eftir fyrri leikinn á Víkingsvelli. Á morgun verður spilað á Le Coq Arena í Tallinn og fer sigurvegari leiksins áfram í næstu umferð. Í næstu umferð er spilað um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner