Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   lau 14. september 2019 16:38
Ester Ósk Árnadóttir
Sveinn Þór: Við erum að njóta
Sveinn Þór tók við Magna í sumar
Sveinn Þór tók við Magna í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta er gríðarlega góð tilfinning og ævintýrið heldur bara áfram," sagði Sveinn Þór þjálfari Magna eftir mikilvægan sigur á Þrótti Reykjavík.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Þróttur R.

Magni skorar tvö mörk í fyrri hálfleik.

„Uppleggið var að vera ákveðnir og fara hátt á þá, sérstaklega í byrjun. Það virkaði bara vel og við vorum 2-0 yfir í hálfleik. Svo vissum við að við myndum falla neðar á völlinn og þeir setja meira púður í sóknarleikinn. Við ætluðum þá bara að refsa þeim en það gekk erfiðalega. Við stóðumst áhlaupið. Það var stundum tæpt en við stóðumst það."

Þróttur náði að minnka muninn á 89 mínútu en Magni svaraði með þriðja markinu strax í kjölfarið.

„Það var þvílíkur léttir, það var æðislegt. Mikilvægt að svara bara strax. Það var ekkert planið að henda mörgum fram. Við ætluðum að fara að tefja út í hornið þegar við náum að brjótast í gegn."

Magni hefur náð í mikilvæg stig í seinni umferðinni.

„Það er aðallega hugarfarið. Við erum að fókusera á frammistöðuna og njóta. Það er sterkt orð sem við erum búnir að vera að nota mikið. Við erum bara að njóta. Það eru forréttindi að fá að spila fótbolta. Við erum að hamra á liðsanda, viljastyrk og svo erum við búnir að auka tempó á æfingum."

Síðasti leikur Magna er á móti Þór. Liðið er 10 sæti með 22 stig, einu stigi meira en Þróttur.

„Það er bara að njóta og fókursera á okkur. Gefa allt í þetta í 95 mínútur. Það er ennþá líf í þessu, ein umferð eftir. Þetta er bara mikið ævintýri. Það er alltaf betra þegar þetta er í okkar höndum og þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Við erum búnir að fara í hvern leik til þess að vinna og það breytist ekki næstu helgi."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner