Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   lau 14. september 2019 16:38
Ester Ósk Árnadóttir
Sveinn Þór: Við erum að njóta
Sveinn Þór tók við Magna í sumar
Sveinn Þór tók við Magna í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta er gríðarlega góð tilfinning og ævintýrið heldur bara áfram," sagði Sveinn Þór þjálfari Magna eftir mikilvægan sigur á Þrótti Reykjavík.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Þróttur R.

Magni skorar tvö mörk í fyrri hálfleik.

„Uppleggið var að vera ákveðnir og fara hátt á þá, sérstaklega í byrjun. Það virkaði bara vel og við vorum 2-0 yfir í hálfleik. Svo vissum við að við myndum falla neðar á völlinn og þeir setja meira púður í sóknarleikinn. Við ætluðum þá bara að refsa þeim en það gekk erfiðalega. Við stóðumst áhlaupið. Það var stundum tæpt en við stóðumst það."

Þróttur náði að minnka muninn á 89 mínútu en Magni svaraði með þriðja markinu strax í kjölfarið.

„Það var þvílíkur léttir, það var æðislegt. Mikilvægt að svara bara strax. Það var ekkert planið að henda mörgum fram. Við ætluðum að fara að tefja út í hornið þegar við náum að brjótast í gegn."

Magni hefur náð í mikilvæg stig í seinni umferðinni.

„Það er aðallega hugarfarið. Við erum að fókusera á frammistöðuna og njóta. Það er sterkt orð sem við erum búnir að vera að nota mikið. Við erum bara að njóta. Það eru forréttindi að fá að spila fótbolta. Við erum að hamra á liðsanda, viljastyrk og svo erum við búnir að auka tempó á æfingum."

Síðasti leikur Magna er á móti Þór. Liðið er 10 sæti með 22 stig, einu stigi meira en Þróttur.

„Það er bara að njóta og fókursera á okkur. Gefa allt í þetta í 95 mínútur. Það er ennþá líf í þessu, ein umferð eftir. Þetta er bara mikið ævintýri. Það er alltaf betra þegar þetta er í okkar höndum og þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Við erum búnir að fara í hvern leik til þess að vinna og það breytist ekki næstu helgi."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner