29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 14. september 2019 16:38
Ester Ósk Árnadóttir
Sveinn Þór: Við erum að njóta
Sveinn Þór tók við Magna í sumar
Sveinn Þór tók við Magna í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta er gríðarlega góð tilfinning og ævintýrið heldur bara áfram," sagði Sveinn Þór þjálfari Magna eftir mikilvægan sigur á Þrótti Reykjavík.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Þróttur R.

Magni skorar tvö mörk í fyrri hálfleik.

„Uppleggið var að vera ákveðnir og fara hátt á þá, sérstaklega í byrjun. Það virkaði bara vel og við vorum 2-0 yfir í hálfleik. Svo vissum við að við myndum falla neðar á völlinn og þeir setja meira púður í sóknarleikinn. Við ætluðum þá bara að refsa þeim en það gekk erfiðalega. Við stóðumst áhlaupið. Það var stundum tæpt en við stóðumst það."

Þróttur náði að minnka muninn á 89 mínútu en Magni svaraði með þriðja markinu strax í kjölfarið.

„Það var þvílíkur léttir, það var æðislegt. Mikilvægt að svara bara strax. Það var ekkert planið að henda mörgum fram. Við ætluðum að fara að tefja út í hornið þegar við náum að brjótast í gegn."

Magni hefur náð í mikilvæg stig í seinni umferðinni.

„Það er aðallega hugarfarið. Við erum að fókusera á frammistöðuna og njóta. Það er sterkt orð sem við erum búnir að vera að nota mikið. Við erum bara að njóta. Það eru forréttindi að fá að spila fótbolta. Við erum að hamra á liðsanda, viljastyrk og svo erum við búnir að auka tempó á æfingum."

Síðasti leikur Magna er á móti Þór. Liðið er 10 sæti með 22 stig, einu stigi meira en Þróttur.

„Það er bara að njóta og fókursera á okkur. Gefa allt í þetta í 95 mínútur. Það er ennþá líf í þessu, ein umferð eftir. Þetta er bara mikið ævintýri. Það er alltaf betra þegar þetta er í okkar höndum og þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Við erum búnir að fara í hvern leik til þess að vinna og það breytist ekki næstu helgi."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner