Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 14. september 2021 11:08
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu Neville og Carragher rífast um hvort Messi eða Ronaldo sé betri
Í mörg ár hefur verið deilt um það á kaffistofum um allan heim hvor sé betri, Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo?

Mikið Ronaldo æði ríkir í Manchester eftir endurkomu portúgölsku stórstjórnunnar. Lionel Messi færði sig einnig um set í sumar og er kominn í Paris St-Germain.

Jamie Carragher telur að Messi sé besti leikmaður allra tíma á meðan Gary Neville telur að það sé Ronaldo. Þeir tókust á um þetta vinsæla þrætumál í mánudagsþættinum sínum á Sky Sports.

Mönnum var heitt í hamsi í þessum rökræðum eins og sjá má:


Athugasemdir
banner