Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Nígería og Kamerún fara í umspil
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Afrísku stórþjóðirnar Nígería og Kamerún eru búnar að tryggja sér umspilssæti fyrir lokamót HM eftir að hafa valdið vonbrigðum í undankeppninni.

Nígería og Kamerún eru með ríka fótboltahefð og sterk landslið, en þau enduðu í öðrum sætum sinna riðla í undankeppninni.

Það eru níu riðlar í undankeppni Afríkuþjóða og komast aðeins 9 þjóðir úr álfunni á lokamótið, eða sigurvegarar hvers riðils.

Það eru tvö auka sæti laus á heimsmeistaramótinu og fær Afríka einn fulltrúa í sérstöku sex þjóða umspilsmóti á milli heimsálfa um þessi síðustu lausu sæti.

Nígería og Kamerún fara því í fjögurra þjóða Afríku-umspil þar sem landsliðin keppast um að vera fulltrúi Afríku í sex þjóða umspilsmótinu. Gabon og Kongó verða líklegast einnig með í umspilinu.

Nígería og Kamerún rétt komast í umspilið á markatölu.

Nígería spilaði við Benín í úrslitaleik um 2. sæti C-riðils í dag, en Suður-Afríka vann riðilinn og tryggði sér þannig þátttökurétt á HM. Nígeríumenn rúlluðu yfir andstæðinga sína þar sem lokatölur urðu 4-0.

Victor Osimhen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum en Samuel Chukwueze, sem leikur á láni hjá Fulham, lagði fyrstu tvö mörkin upp. Moses Simon, sem er með tæpa 100 landsleiki að baki fyrir Nígeríu, lagði hin tvö mörkin upp fyrir Osimhen og Frank Onyeka, leikmann Brentford. Alex Iwobi, Wilfred Ndidi og Calvin Bassey voru meðal byrjunarliðsmanna.

Kamerún gerði í gær markalaust jafntefli við Angólu til að tryggja sitt sæti í umspilinu. André Onana, Carlos Baleba, Zambo Anguissa og Bryan Mbeumo voru meðal byrjunarliðsmanna.

Grænhöfðaeyjar unnu riðilinn með Kamerún og fara á HM í fyrsta sinn í sögunni.

Nígería 4 - 0 Benín
1-0 Victor Osimhen ('3)
2-0 Victor Osimhen ('37)
3-0 Victor Osimhen ('51)
4-0 Frank Onyeka ('91)

Kamerún 0 - 0 Angóla

Suður-Afríka 3 - 0 Rúanda

Seychelleyjar 0 - 7 Gambía

Alsír 2 - 1 Úganda

Gínea 2 - 2 Botsvana

Sómalía 0 - 1 Mósambík

Athugasemdir
banner
banner