Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. nóvember 2020 10:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hugsar hvort þú hefðir getað gert eitthvað öðruvísi"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren var spurður út í lokamínúturnar gegn Ungverjalandi á fréttamannafundi í morgun. Ísland leiddi gegn Ungverjum þegar fimm mínútur voru eftir en Ungverjar komu til baka og verða á EM á næsta ári.

Lestu um leikinn gegn Ungverjalandi

„Alltaf þegar þú tapar þá hugsaru hvort þú hefðir getað gert eitthvað öðruvísi. Bæði leikmenn og þjálfarar hugsa þannig. Maður skoðar þetta. Úrslitin voru augljóslega ekki þau sem við vildum," sagði fráfarandi landsliðsþjálfari um taktískar breytingar og skiptingarnar undir lok leiks.

Annað af fréttamannafundinum
Hamren hættir eftir Englandsleikinn (Staðfest)
Hamren: Mín ákvörðun að hætta
Aron Einar: Hefur verið erfitt fyrir Hamren - Frábær maður á mann
Aron um kynslóðaskipti: Mikilvægt að efnilegir strákar geti lært af okkur

Vill vinna Dani á Parken
Hamren segir að það verði einhverjar breytingar á liðinu frá leiknum gegn Ungverjalandi.

„Ég veit ekki hversu margar verða en það verða klárlega einhverjar breytingar. Við eigum lika eftir að spila gegn Englandi."

„Ég býst við virkilega góðum leik frá danska liðinu á morgun. Liðið hefur heillað mig, það er hraði í þeirra leik og liðið verst vel svo ég býst við erfiðum leik. Við eigum alltaf séns ef við náum upp góðri frammistöðu í leiknum."

„Það að vinna Danmörk á Parken yrði ein af mínum bestu minningum en ég sé ekki eftir neinu,"
sagði Hamren aðspurður um eftirsjá og bestu minningar sem þjálfari íslenska liðsins. Hann sagðist ennfremur ætla að gera upp tímann eftir leikinn gegn Englandi.

Þurfum að klára þessa tvo leiki almennilega
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var spurður út í hvort það hafi verið erfit að gíra sig upp í kjölfar vonbrigðanna gegn Ungverjum.

„Já, það hefur verið erfitt að gíra sig upp. Þetta voru mikil vonbrigði. Við áttum góðan fund í gær þar sem við ræddum málin, bæði Freysi og Erik komu með góða punkta sem rifu okkur í gang. Mér líður eins og liðið og allir í hópnum séu að gírast upp aftur. Við þurfum að einbeita okkur og klára þessa tvo leiki almennilega."

Er Aron sjálfur klár í slaginn?

„Mér líður betur og vonast til að geta tekið þátt í leiknum á morgun. Ég vinn með sjúkraþjálfurum allan daginn," sagð Aron Einar sem þurfti að yfirgefa völlinn undir lok leiks á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner