Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 15. febrúar 2020 21:10
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Við borgum Alisson fyrir að gera þetta!
Liverpool með 25 stiga forystu - ,,Bilið er ótrúlegt"
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Alisson átti góðan leik
Alisson átti góðan leik
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ánægður með að landa þremur stigum gegn Norwich í dag en sigurmark Liverpool kom frá Sadio Mane á 77. mínútu.

Mane kom inná sem varamaður á 60. mínútu og skoraði sigurmarkið sautján mínútum síðar.

Norwich átti fín tækifæri í leiknum þrátt fyrir að Liverpool hafi verið töluvert meira með boltann.

„Þetta var erfiður leikur af mörgum ólíkum ástæðum. Norwich var afar vel skipulagt, vindurinn haðfi áhrif og hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik reyndist okkur erfitt. Það var of mikið bil á línunum hjá okkur og við vorum að senda löngu boltana of alltof snemma og það var enginn leikmaður til að taka seinni boltana."

„Þetta var ekki alveg eins og við vildum gera hlutina. Við áttum þó góð augnablik og fín föst leikatriði en það var ekki mikið meira en það."


Klopp gerði tvær skiptingar sem reyndust mikilvægar en Fabinho og Sadio Mane komu inná.

„Það var mikilvægt að fá Fabinho inná til að fá skipulag og svo var Sadio Mane ferskur og hjálpaði okkur að vinna leikinn. Það var frábært og ég verð að skoða markið aftur en þetta var ótrúlega vel gert."

„Ég sá það á leikmönnunum að þeir voru ekki stressaðir og voru að njóta þess að spila. Ef að eitthvað lið var að fara að skora þá vorum við alltaf líklegri. Við vörðumst skyndisóknum vel og það er það eina sem ég vil segja um þessa yndislegu leikmenn," sagði hann ennfremur.

Liverpool er með 25 stiga forystu á toppnum þegar 26 leikir eru búnir af mótinu.

„Bilið er sturlað. Ég skil þetta ekki alveg. Ég er ekki nógu gáfaður til að skilja það. Ég hef aldrei gert þetta áður og þetta er í raun magnað því þetta er ótrúlega erfitt. Ég fer núna inn í klefa og við tölum um hlutina. Ég óska þeim til hamingju, við unnum leikinn og náðum enn og aftur í þrjú stig."

Alisson var frábær í marki Liverpool en hann kom í veg fyrir að Norwich myndi komast yfir í fyrri hálfleik er Lukas Rupp og Teemu Pukki voru komnir tveir á móti honum.

„Hann hefur svo oft hjálpað okkur og það er gott en við erum í raun að borga honum fyrir að gera þetta," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner