Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 15. apríl 2024 22:33
Sölvi Haraldsson
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var virkilega erfiður leikr. Erfiður útileikur gegn mjög góðu liði. Miðað við hvernig leikurinn þróast þá hefði maður alveg sætt sig við jafntefli. Með smá karakter og heppni náðum við að skora þetta mark sem skildi liðin að.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 1-0 iðnaðarsigur á Fram í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Arnar metur leikinn þannig að fyrstu 10 mínútur leiksins voru Víkingar í basli en annars með yfirhöndina. Hann er hins vegar ósáttur með það að þeir náðu ekki að skapa nein færi í leiknum.

Við vorum í basli fyrstu 10 mínúturnar. Sérstaklega úti hægra megin. Síðan náðum við góðum tökum á þessu en sköpuðum ekki eitt færi. Planið í seinni hálfleik var að fá skiptingarnar inn í leikinn og koma boltanum inn á teiginn, vera aggresívir og vinna seinni boltann. Það gekk engan veginn upp. Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik og það gekk ekkert upp. En ég er hrikalegur ánægður með strákana að hafa unnið. Það eru nokkrir í liðinu sem hafa gert þetta áður.

Pablo Punyed var besti leikmaður Víkings í dag að mati Arnars Gunnlaugssonar en hann lagði upp markið, með skemmtilegum snúning, sem skildi liðin að.

Hann var ekkert líklega besti Víkingurinn inn á vellinum, hann var bara besti Víkingurinn inn á vellinum. Hann bara dróg okkur áfram og fann leið til að vinna leikinn með klókindum. Það er örugglega óþolandi að spila á móti honum. Hann er bara sigurvegari.

Víkingur R. voru alls ekki góður í dag en Arnar Gunnlaugsson hlýtur að vera ánægður með liðið að geta unnið leiki þrátt fyrir að liðið eigi ekki sinn besta leik. 

Við þurfum ekki mörg tækifæri til að vinna leikinn. En þetta var bara basl. Það er erfitt að lýsa þessu. Þegar það kemur svona sigurhefð í hópinn þá falla hlutirnir bara oftar en ekki með þér. En við erum búnir að vinna fyrir heppninni. Þetta var bara iðnaðarsigur með skeið af mikilli heppni líka.

Arnar var síðan spurður út í tilkall Framara í tvær vítaspyrnur.

Ég sá þetta alveg og það getur vel verið að þetta hafi verið víti. Ég get alveg skilið Framarana að vera pirraðir að fá ekkert úr þessu í dag.“

Matti Villa var ekki í liðinu í dag en Arnar segir að það séu 10 dagar til tvær vikur í hann.

Deildin byrjar vel fyrir Víkinga en Arnar er sáttur að hafa tekið þrjú stig í dag á mjög erfiðum útivelli.

Þetta er virkilega erfiður útivöllur. Það munu öll lið í delidinni lenda í einhverjum vandræðum hérna í sumar. Gott lið og með mjög góðan þjálfara. Þannig að koma út með sigur hér í dag er bara glæsilegt.

Næsti leikur er líklega stærsti leikur sumarsins til þessa þegar Víkingur mætir Breiðablik. 

Við komum mjög vel stemmdir inn í þann leik. Það byrja væntanlega pílur að flakka á milli núna tvem til þrem dögum fyrir leik. Þeir hafa byrjað virkilega vel og eru með hörkulið. Búnir að fjárfesta vel í leikmönnum. Ekkert ólíkt eins og við. Búnir að fjárfesta vel í stórum póstum. Það er kominn einhver glampi aftur í augun á þeim.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að lokum eftir 1-0 iðnaðarsigur á Fram í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner