„Mér fannst við hafa mikla yfirburði í fyrri hálfleik og við vorum klaufar að gera ekki fleiri en þetta eina mark," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 1-1 jafntefli gegn FH í kvöld.
„FH-liðið er náttúrulega frábært lið og við vissum að þeir kæmu á okkur í seinni hálfleik og þeir gerðu það."
„FH-liðið er náttúrulega frábært lið og við vissum að þeir kæmu á okkur í seinni hálfleik og þeir gerðu það."
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 FH
Óli var ánægður með leikinn heilt yfir.
„Ég er fyrst og fremst ánægður með leikinn. Þetta eru tvö frábær lið, vel spilandi lið og við sýndum ágætis fótbolta í fyrri hálfleik."
„Sanngjarnt 1-1, er það ekki bara? Svona leikir vinnast oft á föstum leikaatriðum og hér voru tvær vítaspyrnur."
„Auðvitað er ég fúll að vinna ekki leikinn, en ég geng sáttur frá," sagði Óli að lokum í viðtali við Tómas Meyer.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir























