Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. maí 2021 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um Salah: Hann er fyrirmynd og á allt hrós skilið
Mo Salah og Jürgen Klopp
Mo Salah og Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, var ekki í liði tímabilsins hjá Jamie Carragher og Gary Neville á Sky Sports en Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, tjáði sig um málið við fjölmiðla í gær.

Salah kom til Liverpool frá Roma árið 2017 og skoraði 32 deildarmörk á fyrsta tímabili. Árið eftir gerði hann 22 mörk og á síðasta tímabili 19 en nú er hann kominn með 21 mark.

Hann hefur reynst afar stöðugur fyrir Liverpool en Klopp finnst hann þó ekki fá verðskuldað hrós fyrir.

„Auðvitað eru einhverjir sem sjá þetta ekki. Lið er með ellefu leikmenn og ég veit ekki hvað þeir gerðu eða hver gerði það en þeir verða að velja liðið og þetta er sterk deild," sagði Klopp.

„Mo var enn og aftur magnaður á þessu tímabili og ef við hefðum verið aðeins stöðugri með heildarframmistöðuna þá hefðu tölurnar hjá honum verið enn betri."

„Er það stundum þannig að menn horfa framhjá honum? Já, örugglega, en það er ekki í mínum verkahring að breyra því. Það er annað fólk sem tekur þær ákvarðanir. Ég hef engin áhrif og ég er ekki einu sinni viss um að það sé það mikilvægasta í þessu."

„Á hann skilið að vera þarna? Já, en ég veit ekkert hver er í þessu liði þannig ég get ekki tjáð mig mikið um þetta."


Salah og Robert Lewandowski, framherji Bayern München, eru svipaðir samkvæmt Klopp en þetta eru leikmenn sem tóku miklum framförum og raða inn mörkum í dag.

„Hann er klárlega einhver bestu kaup sem ég hef gert en þetta snýst ekki um kaupa leikmenn. Þú getur keypt leikmann en þá erum við samt allir ábyrgir. Leikmaðurinn og þjálfararnir eru ábyrgir, því þeir þurfa að láta hlutina gerast."

„Ég skal orða þetta öðruvísi. Það eru tveir leikmenn, það er Robert Lewandowski, sem ég keypti fyrir aðra upphæð fyrir mörgum árum eða reyndar ekkert svo mörgum árum en mér finnst eins og það séu mörg ár síðan. Hann tók ótrúlegum framförum og svo er ég með Mo sem var leikmaður sem skoraði annað slagið og er ótrúlega góður í fótbolta en breytist svo í markavél. Það eru rosalegar framfarir."

„Þetta eru mögnuð kaup en hvernig hann hefur þróað leik sinn og hvernig hann hugsar um sig, undirbýr sig fyrir leiki, æfingar og viðhorfið hans. Allt þetta spilar inn og það er magnað að fylgjast með því. Hann er alvöru fyrirmynd og á allt hrós skilið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner