Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 15. maí 2022 20:23
Ívan Guðjón Baldursson
Valdimar Þór skoraði og Hörður Ingi meiddist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði AaB sem tapaði heimaleik gegn Bröndby í Evrópubaráttu dönsku deildarinnar.


Álaborg lenti undir í fyrri hálfleik og missti svo mann af velli fyrir leikhlé þannig brekkan var ansi brött fyrir Gumma og félaga eftir leikhlé.

Gestirnir í Bröndby bættu öðru marki við áður en Gumma var skipt af velli en lokatölur urðu 1-3.

Eftir tapið eru liðin jöfn á stigum í fjórða og fimmta sæti. Fjórða sætið veitir þátttökurétt í Sambandsdeildina í haust.

Álaborg er með betri markatölu en spilar við topplið FC Kaupmannahafnar í lokaumferðinni.

Aalborg 1 - 3 Bröndby
0-1 Simon Hedlund ('27)
0-2 Simon Hedlund ('59)

Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson spiluðu fyrri hálfleikinn í 1-0 tapi AGF gegn Viborg.

Clint Leemans gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en gestirnir frá Árósum áttu í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi.

AGF er þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið fyrir lokaumferðina, þar sem liðið spilar við Nordsjælland. Strákarnir í AGF geta þó verið rólegir þar sem þeir eru með mun betri markatölu heldur en Vejle sem er í fallsætinu.

Viborg 1 - 0 Århus
1-0 Clint Leemans ('29)

Í Noregi mættust Start og Sogndal og voru þrír Íslendingar í byrjunarliði Sogndal. Bjarni Mark Antonsson leikmaður Start var ekki með.

Valdimar Þór Ingimundarson gerði eina mark Sogndal í 5-1 tapi en Hörður Ingi Gunnarsson þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins átta mínútna leik.

Jónatan Ingi Jónsson var einnig í byrjunarliði Sogndal sem var að tapa sínum fyrsta leik á deildartímabilinu.

Liðin mættust í B-deildinni og skoraði Jonatan Brunes þrennu í leiknum. Hann er kominn með 9 mörk í fyrstu 6 deildarleikjum tímabilsins.

Start er í öðru sæti með 13 stig eftir 6 umferðir á meðan Sogndal er með 11 stig.

Start 5 - 1 Sogndal
1-0 K. Tonnesen ('4)
2-0 J. Brunes ('36)
3-0 J. Brunes ('48)
3-1 Valdimar Þór Ingimundarson ('68)
4-1 J. Brunes ('74)
5-1 B. Ndong ('87)


Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner