Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   mið 15. júní 2022 22:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steinar Þorsteins: Ég hélt að þetta væri víti
Steinar Þorsteinsson
Steinar Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinar Þorsteinsson átti toppleik er ÍA gerði 3-3 jafntefli við KR á Meistaravöllum í Bestu deild karla í kvöld en hann skoraði og lagði upp í leiknum.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Svekkelsið var mikið er Alex Davey kom boltanum í eigið net í uppbótartíma og tryggði þannig KR stig en Skagamenn höfðu skilað afar flottri frammistöðu í leiknum.

Steinar var því skiljanlega súr yfir niðurstöðunni en hann telur að KR hafi ekki átt að fá aukaspyrnuna í aðdraganda jöfnunarmarksins þegar Guðmundur Tyrfingsson braut á Kristni Jónssyni.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Ég hélt við værum með þetta, vorum búnir að loka á þá og hélt þeir myndu aldrei skora en það gerðist."

„Hann snertir hann ekki. Hann er að reyna að brjóta á honum en hann snertir hann ekki. Gummi snertir ekki leikmanninn, þannig ég veit það ekki,"
sagði Steinar.

Annars var hann nokkuð sáttur við frammistöðuna og segir þetta besta leikinn til þessa í sumar.

„Heilt yfir var þetta besti leikurinn okkar. Við skoruðum þrjú mörk, loksins."

Steinar vildi fá vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en það atvik átti sér stað stuttu eftir fyrsta mark Skagamanna. Kristinn þrumaði þá Steinar niður í teignum en ekkert var dæmt.

„Mér finnst hann alla vega fara í mig og aðrir leikmenn sögðu það líka. Ég þarf að sjá þetta betur sjálfur en ég hélt þetta væri víti," sagði Steinar ennfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner