Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 15. júní 2022 22:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steinar Þorsteins: Ég hélt að þetta væri víti
Steinar Þorsteinsson
Steinar Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinar Þorsteinsson átti toppleik er ÍA gerði 3-3 jafntefli við KR á Meistaravöllum í Bestu deild karla í kvöld en hann skoraði og lagði upp í leiknum.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Svekkelsið var mikið er Alex Davey kom boltanum í eigið net í uppbótartíma og tryggði þannig KR stig en Skagamenn höfðu skilað afar flottri frammistöðu í leiknum.

Steinar var því skiljanlega súr yfir niðurstöðunni en hann telur að KR hafi ekki átt að fá aukaspyrnuna í aðdraganda jöfnunarmarksins þegar Guðmundur Tyrfingsson braut á Kristni Jónssyni.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Ég hélt við værum með þetta, vorum búnir að loka á þá og hélt þeir myndu aldrei skora en það gerðist."

„Hann snertir hann ekki. Hann er að reyna að brjóta á honum en hann snertir hann ekki. Gummi snertir ekki leikmanninn, þannig ég veit það ekki,"
sagði Steinar.

Annars var hann nokkuð sáttur við frammistöðuna og segir þetta besta leikinn til þessa í sumar.

„Heilt yfir var þetta besti leikurinn okkar. Við skoruðum þrjú mörk, loksins."

Steinar vildi fá vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en það atvik átti sér stað stuttu eftir fyrsta mark Skagamanna. Kristinn þrumaði þá Steinar niður í teignum en ekkert var dæmt.

„Mér finnst hann alla vega fara í mig og aðrir leikmenn sögðu það líka. Ég þarf að sjá þetta betur sjálfur en ég hélt þetta væri víti," sagði Steinar ennfremur.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner