Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 15. júlí 2014 23:01
Magnús Þór Jónsson
Bjössi H: Hefði viljað verað með fleiri stig eftir fyrri hlutann.
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
Sigurbjörn Hreiðarsson var sammála fréttaritara Fótbolta.net að það hafi verið lykilatriði í leik Víkings og Hauka að verða fyrri til að skora:

"Bæði þessi lið eru sterk þegar þau ná að skora fyrsta mark leiksins, þeir gerðu það í dag og við náðum ekki að matcha það því miður"

Hann taldi möguleika Hauka hafa legið í upphafi seinni hálfleiks.

"Ég er sammála því að við komum sterkt inn í seinni hálfleikinn eftir jafnan fyrri hálfleik. Fáum tvö góð færi en þeir skora svo úr föstu leikatriði sem við eigum að vera góðir í að verjast.

Svo skora þeir annað mark þar sem ég skil ekki hvað er að gerast, við minnkum svo og reynum að sækja á mörgum til að jafna og þá skora þeir".


Stuttu áður en fyrsta mark leiksins kom varð Bjössi æfur á hliðarlínunni ásamt mörgum leikmönnum sínum, hvað var hann að biðja um?

"Ég vildi bara fá víti, boltinn fór í hendina á honum og þá vildi ég fá víti".

Haukarnir eru komnir í neðri hluta deildarinnar að lokinni fyrri umferðinni, er hann hræddur um að dragast nú niður í fallbaráttuna?

"Neinei, við viljum ekki vera á þessum slóðum, við þurfum bara að brýna okkur í næsta leik.  Fyrri umferðin er búin og við hefðum viljað vera með fleiri stig en við þurfum að standa okkur betur".

Nánar er rætt við Bjössa um gang leiksins og möguleika á styrkingu Haukaliðsins núna í glugganum.




Athugasemdir
banner
banner