Sigurbjörn Hreiðarsson var sammála fréttaritara Fótbolta.net að það hafi verið lykilatriði í leik Víkings og Hauka að verða fyrri til að skora:
"Bæði þessi lið eru sterk þegar þau ná að skora fyrsta mark leiksins, þeir gerðu það í dag og við náðum ekki að matcha það því miður"
"Bæði þessi lið eru sterk þegar þau ná að skora fyrsta mark leiksins, þeir gerðu það í dag og við náðum ekki að matcha það því miður"
Hann taldi möguleika Hauka hafa legið í upphafi seinni hálfleiks.
"Ég er sammála því að við komum sterkt inn í seinni hálfleikinn eftir jafnan fyrri hálfleik. Fáum tvö góð færi en þeir skora svo úr föstu leikatriði sem við eigum að vera góðir í að verjast.
Svo skora þeir annað mark þar sem ég skil ekki hvað er að gerast, við minnkum svo og reynum að sækja á mörgum til að jafna og þá skora þeir".
Stuttu áður en fyrsta mark leiksins kom varð Bjössi æfur á hliðarlínunni ásamt mörgum leikmönnum sínum, hvað var hann að biðja um?
"Ég vildi bara fá víti, boltinn fór í hendina á honum og þá vildi ég fá víti".
Haukarnir eru komnir í neðri hluta deildarinnar að lokinni fyrri umferðinni, er hann hræddur um að dragast nú niður í fallbaráttuna?
"Neinei, við viljum ekki vera á þessum slóðum, við þurfum bara að brýna okkur í næsta leik. Fyrri umferðin er búin og við hefðum viljað vera með fleiri stig en við þurfum að standa okkur betur".
Nánar er rætt við Bjössa um gang leiksins og möguleika á styrkingu Haukaliðsins núna í glugganum.
Athugasemdir























