Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
banner
   sun 15. september 2019 19:54
Daníel Smári Magnússon
Brynjar Björn: Óþarfi að henda mönnum út af fyrir smotterí
Brynjar Björn sagði stigið það minnsta sem HK áttu skilið.
Brynjar Björn sagði stigið það minnsta sem HK áttu skilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var það minnsta sem að við áttum skilið, það var allavega að fá eitt stig útúr þessu. Mér fannst við spila vel, við leystum það að spila upp völlinn og koma okkur í fyrirgjafastöður og ágætis færi. Við fengum kannski ekki mikið af dauðafærum og hefðum getað gert betur í þeim stöðum sem við fengum. Eftir að þeir skora uppúr engu, að þá fannst mér við verið með leikinn í hendi okkar,'' sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK eftir dramatískt jafntefli KA og HK í Pepsi Max deild karla.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Uppleggið var bara svolítið eins og leikurinn spilaðist, fara útá kantana og spila framhjá þeirra kantmönnum. Við náðum að komast á bakvið bakverðina trekk í trekk, síðan náðum við upp ákef, sem hafði vantað frá því í síðasta leik. Við megum vera aðeins gráðugir áfram á tímabilinu, þó að það sé lítið eftir af því,'' sagði Brynjar.

Björn Berg Bryde fékk að líta rauða spjaldið í leiknum. Hvernig horfði sá dómur við Brynjari?

„Óþarfi bara. Ég man ekki hvernig fyrra gula spjaldið var, en mér fannst þetta ekki grófur leikur. Hann var vel spilaður af báðum liðum og heiðarlegur. Mér fannst svona óþarfi að vera að henda mönnum útaf fyrir smotterí.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner