Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. september 2020 18:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sex leikir án sigurs hjá liðinu sem var spáð efsta sætinu
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV.
Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV tók í dag á móti Leikni F. í Lengjudeildinni. Leikar enduðu með markalausu jafntefli og er þetta sjötti leikurinn í röð sem ÍBV mistekst að vinna í deildinni.

Síðasti sigurleikur liðsins kom þann 25. ágúst gegn Fram í 8-liða úrsitum Mjólkurbikarsins. Síðasta deildarsigur kom fyrir tæpum mánuði síðan, gegn Aftureldingu þann 19. ágúst. Síðan hefur liðið gert fjögur jafntefli og tapað tveimur leikjum. Jafnteflin hafa komið gegn Grindavík, Víkingi Ólafsvík, Magna og nú gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Töpin hafa komið gegn Keflavík og Leikni Reykjavík.

ÍBV var spáð efsta sæti deildarinnar í flestum spám, þ.a.m. spá Fótbolta.net og þeirri sem KSÍ birti fyrir mót. ÍBV er áfram í 4. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Keflavík í 2. sætinu sem á tvo leiki til góða á Eyjamenn þegar ÍBV á sex leiki eftir.

Stigið sem Leiknir náði í í dag var tólfta stig liðsins í sumar. Liðinu var spáð næstneðsta sæti í spá Fótbolta.net. Þetta var fimmta stig liðsins á útivelli. Leiknir er í næstneðsta sæti, með verri markatölu en Þróttur sem er í 10. sætinu.

„98. mín Leik lokið! - Leik lokið með markalausu jafntefli. Hreint út sagt ótrúlegt að ÍBV hafi ekki skorað í þessum leik," skrifaði Gunnar Karl Haraldsson í textalýsingu frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner